Tag: íslenska

  • Þorbjörn

    1. Semja ljóðið „Er dautt“
    2. Sækja um einkaleyfi.
    3. Profit.
  • Fimm mínútum áður en fyrri eigandi nýju íbúðarinnar minnar settist upp í bíl og brunaði 360 km í burtu sagði hún „Ó já, það eru engir ofnar, heldur gólfhiti.
    Þú stillir hitann bara hér!“ svo bandaði hún höndinni í átt að þessari flækju ????


    Uppfært 30. október 2018:

    Tveimur mánuðum síðar, í kuldakasti og með veikt barn tókst mér loksins að kveikja almennilega á gólfhitanum á efri hæðinni. Það var voða kósý um helgina , en … á stofuborðinu er glas byrjað að bráðna

  • Bjó 5 ár í íbúð með varmaskipti. Einu staðirnir sem ég fann brennisteinslykt voru sturtur í sundlaugum.

    Flutti í gær í íbúð án varmaskiptis. Í dag finn ég brennisteinslykt af öllu, allsstaðar

  • Að veiða ávaxtaflugur með ryksugu er talsvert betri skemmtun en ég átti von á

  • Eignast tvíbura. Nefna þá Örn og Skolla. Kenna þeim golf.

  • Sandra segir tannlækninum frá skólanum: „Það var svona kynning og allir áttu að segja hvað þeir heita og hvað er uppáhalds maturinn þeirra.“

    Tannsi: „Jahá! Og hvað er uppáhalds maturinn þinn?“

    S, sem ég hélt ég gæti ekki elskað meira: „Steiktur laukur!“

  • Þegar aðstoðarmaðurinn tekur völdin

    /when your assistant takes over your job

  • 44

    Þegar kemur Gaur frá Veitum og þú dröslar þremur hjólum og sláttuvél út úr hitakompunni svo hann komist að mælunum til að lesa.

    Gaur frá Veitum: *skoðiskoð*

    GfV: „Hmmm, eru kannski fleiri kompur hérna?“

    siggimus: „Neee…“

    GfV: *hugsihugs*

    GfV: „Öööööööö, er þetta ekki örugglega fjörutíuogfjögur?“

  • Á ensku er afkvæmi shoes+sandals kallað shandals.

    Á íslensku þá skandalar?