Tag: íslenska

  • Það má heita Ebonney

    Það má ekki heita Ævörey

  • Valey

    A: „Og hvað heitir barnið?“

    B: „Valey“

    A: „Valey of the dolls?“

  • Aulabandalagið

    A confederacy of dunces

    Las hana á sínum tíma og fannst skemmtileg. Þetta er mjög erfiður stíll, en inn á milli er hún alveg dásamleg og vel þess virði. Mikið er ég glaður að þurfa ekki að umgangast Ignatíus

  • Minning

    Stend í biðröð í kjörbúð um miðjan dag, með brauð, kæfu og skyr.

    Maðurinn fyrir framan mig snýr sér við, dæsir hátt „sona er að vera róni!“ og nikkar í átt að 8 flöskum af kardimommudropum í fangi sér.

    Ég reyni að flissa ekki og samsinni því

    Róni hristir hausinn og bætir við yfir öxlina „og það er ekki eins og maður geti stolið þessum andskota—helvítis þjófavörnin fer alltaf í gang..!“

    Þegar kemur að honum lítur afgreiðslustúlkan á hann örvæntingarfull. Hún er unglingur og greinilega smeyk við afleiðingar þess að banna honum þetta

    R brosir mjög vingjarnlega: „Ég er að baka!“

  • Í grasinu

    Í grasinu

  • Brauð

    Það á að gefa börnum brauð
    en ekki sprengja þau í tætlur!

    Morðingjarnir – Þjóðarmorð
  • Ókeypis

    Þökk sé Outlook get ég nú loksins merkt við að ég verði Ókeypis í fríinu

  • Ókunnugir

    Pabbi: „Ertu í Roblox? Þú veist að það má ekki tala við ókunnuga í Roblox er það ekki?“

    Albert: „Ert þú ekki alltaf að tala við ókunnuga á Twitter?“

  • Tindersticks

    Tindersticks

    Þriðja sinni

    Frábærir eins og alltaf. Mikið af nýju plötunni, svo það er eins gott að hún er góð

    Nancy
    Nancy answer me
    Your silence is worse than anything you might say

    Tindersticks – Nancy
  • Noregur

    Á kvöldgöngu með Húgó stoppaði Albert, benti á þennan poll og sagði að hann liti út eins og Noregur