Af því ég veit þið hafið verið að velta því fyrir ykkur, Hvolpasveit heitir Patrulla Canina á spænsku
Tag: Hvolpasveit
-
-
Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K
Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart.
Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“
Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“
Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“
-
Pabbi, sybbinn: „Bíddu, líta kettirnir út eins og hvolparnir?“
Sandra, stórlega hneyksluð: „Pabbi?!??!? Hvað ertu eiginlega búinn að horfa á marga þætti?“
P: „Það er semsagt dalmatíu-köttur?“
S:
-
Albert er greinilega staddur í æsispennandi þætti af Hvolpasveit, því úr stofunni heyrast þessar samræður:
„Æma tsjeis isona keis!“
„Feinkjú tsjeis!“
„Jú welkom!“
-
Bíó
Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …
… ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti
Bersi í bíó – að horfa á Hvolpasveit -
Þegar mér er farið að leiðast yfir Hvolpasveitinni raula ég lagið svona:
Hvolpasveit, Hvolpasveit
Þú þarft bara kalla
Hvolpasveit, Hvolpasveit
Leysir vinda alla -
Semsagt, öll símtöl eru myndsímtöl, en það er neyðarástand af því að lestarvagninn sem kemur með nýju (dans)útgáfuna af Hvolpasporinu fór út af teinunum
-
Gjörið svo vel, hér er Hænulína í sjóræningjabúning
-
Kvef
*hóst!* „Pabbi, í Hvolpasveit þá er maður með kvef ef maður hnerrar eða hóstar! Mér finnst það mjög skrýtið“
Mér finnst það líka
-
Píla: „Vá! Ég var mörg ár að læra þetta!“
Hmmm, hvað eru þessir „hvolpar“ eiginlega gamlir?!?
-
Hvolpasveit dagsins greinilega undir sterkum áhrifum frá Attack of the Killer Tomatoes
-
Af hverju er enginn dansskóli að kenna Hvolpasporið?