Ímyndaður nágranni: „Voruð þið að fá ykkur hvolp?“
Ég: „Já!“
ÍN: „Og um tvöleytið í dag … hérna … varstu nokkuð að reyna að slíta af honum útlim?“
Ég: „Neeeee, ég fór í sturtu…“
Ímyndaður nágranni: „Voruð þið að fá ykkur hvolp?“
Ég: „Já!“
ÍN: „Og um tvöleytið í dag … hérna … varstu nokkuð að reyna að slíta af honum útlim?“
Ég: „Neeeee, ég fór í sturtu…“
Milljónkall ef þú getur fundið hundinn!
Telmu finnst hræðilega ósanngjarnt að Húgó hafi verið sofandi þegar hún kom heim úr skólanum, en vill vera alveg viss um að hann finni eitthvað til að leika með þegar hann vaknar
/Telma thinks it’s terribly unfair that Hugo was asleep when she got home from school, but she wants to make sure he’ll find something to play with when he wakes up
að vera svona mikið krútt?
Í nótt fengum við endanlega staðfestingu á því að Ugla er vita gagnslaus þegar kemur að vörnum gegn innbrotum.
Ég heyrði þrusk um kl 4 í nótt og kíkti fram. Ég sá ekkert í myrkrinu í fljótu bragði, en fannst undarlegt hvað Ugla horfði illum augum á eitthvað undir eldhúsborðinu.
Ojú, þar glitti í tvær óboðnar glyrnur og fór ófétið strax að maula á matnum hennar Uglu fyrst ég var búinn að góma hann hvort eð er.
Ég fylgdi innbrotsþjófinum til dyra (ehh, til glugga) með lágstemmdum óbótaskömmum og skammaði Uglu fyrir gunguskapinn. Það er algjört lágmark að hvæsa á óboðna gesti eða hlaupa vælandi í burtu.