Tag: Covid

  • Áminning

    Þegar þú færð áminningu um að þú sért að fara í leikhús eftir 48 mín og færð næstum hjartaáfall af því þú býrð 30km frá leikhúsinu og þú skiptir um föt í ofboði og hleypur út í bíl og brunar af stað og ert kominn hálfa leið þegar leikhúsfélagarnir senda skilaboð og spyrja hvort þú hafir ekki örugglega farið í hraðpróf og þú keyrir út í kant og grætur ???

  • Sparistellið

    Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið ?

  • Baráttukveðjur

  • Stimpill

    Pabbi: „Fékkstu stimpil í fimleikum?“

    Albert: „Nei“

    P: „Af hverju?“

    A: „Ég var að meiða“

    P: „Af hverju varstu að meiða?“

    A: „Ég vildi ekki fá stimpil“


    P: „En hvern varstu að meiða?“

    A: „Má ekki segja“

    P: „Nú, af hverju ekki?“

    A: „Útaf Covid“

  • Hérna… hversu algeng aukaverkun af AstraZeneca er að heilinn í manni skipti óumbeðinn yfir í sumartíma, og eru þess mörg dæmi að aukaverkun komi fram áður en þú færð sprautuna?

  • SMS

    Sími pípir. SMS.

    Hjartað missir úr nokkur slög, gleðitár birtist á hvarmi. Ég … ég er að fara í bóluse..!!

    SMS:


    Uppfært kl. 22.31:

    Plot twist!

  • Mætti í vinnuna í fyrsta sinn síðan 15. september og það var svo gott og gaman að ég gleymdi að fara heim

  • Samkomubann

    Í samkomubanni hafa börnin m.a.:

    • spilað fótbolta
    • púslað
    • horft á Mamma Mia (x78)
    • opnað nuddstofu
    • sett upp hengirúm
    • veitt/ræktað flugur
    • reynt að drepa hvert annað (x349)
    • smíðað kitluvél
    • hringt milli síma á heimilinu (x54.974.163.791)

    Kitluvélin í aksjón

  • Samkomubann

    Ég er ekki að segja að það gangi illa hjá okkur í samkomubanni, en í gær lék Albert sér í fjóra tíma með dósaopnara

  • Hryllings-örsaga

    Heilbrigður og saklaus maður fer í búð, en þar sem hann stendur með fulla kerru af eintómum nauðsynjum – röðin alveg að koma að honum! – svelgist honum á, fær langt hóstakast og er tættur í sundur af örvingluðum múg. Endir