Tag: börnin níðast á pabba

  • Hvernig veit

    Albert: „Hvernig veit æpaddinn hvort hann snýr svona eða svona?“ *veltir spjaldtölvunni* Pabbi: „Góð spurning! Hvernig veist þú það?“ A: „Ég er með heila!“ P: „Ég held það sé eitthvað tæki inni í spjaldtölvunni sem…“ A: „Pabbi, þú þarft ekki að útskýra það sko “

  • Allt?

    Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“ Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“

  • 5 rúsínur

    Albert: „Má ég fá 5 rúsínur?“ Pabbi: „Já!“ A, stærðfræðingur: „Fyrst tvær rúsínur og svo þrjár rúsínur!“ Albert: „Fimmtíu er næstum sextíu … sjötíu, áttatíu, níutíu, hundrað!“ Pabbi: „Alveg rétt! Þú ert orðinn svo flinkur að reikna!“ A: „Fjörutíu og níu er næstum fimmtíu, svo þú ert næstum hundrað!“

  • Stór og sterkur

    Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“ Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“ A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“

  • Í vinnunni

    Telma: *er í heimsókn í vinnunni hjá pabba* „Pabbi, hvað gerirðu eiginlega í vinnunni?“ Pabbi *tárast yfir því að einhver sýni vinnunni hans áhuga*: „Sko, ég skrifa leiðbeiningar með forritum. Eins og til dæmis ef þú ætlar að skrifa í tölvunni og prenta út, þá eru til leiðbeiningar sem segja ýttu hér og skrifaðu svona…