Tag: börnin

  • Gekk framhjá herbergi Söndru í gærkvöldi og heyrði börnin syngja með So Real – Jeff Buckley. Stakk inn höfðinu og sá Albert (9) taka Doolittle úr umslaginu og rétta Söndru (14) til að setja á plötuspilarann

    Sandra lítur upp: „Það þarf ekkert DNA próf hér, ha?“

  • Af hverju?

    Pabbi: „Varstu kannski að laumast í símann minn?“

    Albert: „Af hverju heldurðu það?“

  • Vinur sem æfði handbolta kveður eftir heimsókn

    Albert: „Pabbi, viltu horfa á handbolta í kvöld, Ísland er að spila við eitthvað land“

    Pabbi: „Grænhöfðaeyjar“

    A, við vsæh: „Grænhöfðaeyjar! Það er rétt hjá Tenerife!“

  • Útilega

    Albert gerði mynd af okkur í útilegu sl. sumar

  • Beiðni

    Albert lagði fram formlega beiðni um meiri skjátíma

  • Þegar þú hellir smá mjólk í glas, hristir glasið aðeins svo það líti út fyrir að hafa verið meiri mjólk í glasinu, sýpur aðeins af þó þú drekkir aldrei mjólk og passar að það komi risastórt varafar, hellir svo restinni af mjólkinni í vaskinn, setur glasið í glugga við hlið skós, ferð að sofa, vaknar, sérð mjólkurfernuna á eldhúsbekknum, hellir rétt tæpum lítra af kekkjum í vaskinn, ferð í vinnuna, fréttir að sonurinn sé farinn í skólann án þess að hafa tekið eftir glasinu, ferð að gráta

  • Skrýtið

    Albert: „Ef það er einn strákur og tvær stelpur að leika—skrýtið. En ef það eru tveir strákar og ein stelpa—ekki skrýtið!“

    Pabbi: „Haaaa? Af hverju?“

    A: „Only eight year olds understand“

  • Að sjálfsögðu!

    Ance: „Ertu búinn að sækja vegabréfið hennar Telmu?“

    Ég: „Ööö…“

    A: „Ertu búinn að setja reminder?“

    *30 sekúndur líða*

    É: *móður* „Að sjálfsögðu!“

  • Lemur

    Pabbi: „Blablabla … en það lemur í Kjós!“

    Sandra: „Þú varst alltaf að segja þetta þegar ég var lítil og ég hélt alltaf að þú værir að segja lemúr í Kjós! Og ég vissi ekki hvað lemúr er, hélt það væri eitthvað stórt dýr…“

  • Engin pása

    Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám

    Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega

    Pabbi: „Hvað er að?“

    Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“

    Pabbi: „Pásu?“

    A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð Sandra unglingur og fékk unglingaveikina. Bráðum fær Telma unglingaveikina og áður en henni batnar verð ÉG örugglega kominn með unglingaveikina!“

  • Ókunnugir

    Pabbi: „Ertu í Roblox? Þú veist að það má ekki tala við ókunnuga í Roblox er það ekki?“

    Albert: „Ert þú ekki alltaf að tala við ókunnuga á Twitter?“

  • Eins og skóli

    Keyrum framhjá Litla hrauni

    Pabbi: „Sérðu! Fangelsi!“

    Albert: „Þetta er alveg eins og skóli!“

    P: „Haaa? Er svona girðing þar?“

    A: „Í leikskólanum“


    Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þessa tengingu:

    Girðingin