Tag: barnaefni

  • Hvað er þetta með barnaefni í sjónvarpi: Hækka í botn til að heyra talið en svo byrjar tónlistin og húsið nötrar

  • Sara og önd

    Nei, það er ekki fyrir mig sem ég er að horfa á alla þætti af Sara og önd í Sarpinum. Það er fyrir son minn, 8 mánaða

  • Efforðið hvað mig langar að eiga eins kúl catchphrase og Dagur prins í Danna Tígri: „Búbbsí búbbsí bú!“

  • 6 ára dóttir mín er að útskýra Magnús Magnús Magnússon brandarann úr áramótaskaupinu fyrir 5 ára systur sinni

  • „Pabbi, er þetta Krakkaskaup fyrir fullorðna?“

  • Af því ég veit þið voruð líka að velta því fyrir ykkur: Á ensku heitir Hænulína í Hvolpasveit Chickaletta

  • Sandra: „Pabbi, Dóta læknir er sko alvöru plat mynd!“

    Pabbi: „Nú?“

    S: „Játs! Lifandi dót!“

  • Leiðindi

    Þegar hægt er að nýta barnaefnið við barnauppeldið er ég til í að sjá í gegnum fingur mér með umtalsverð leiðindi

    Eins og hann er óstjórnlega leiðinlegur, hef ég notað Danna tígur og lærdóms-raulið hans alveg heilmikið

    Ræð varla við mig, þetta er svo leiðinlegt. En „Ef þú reiður ert, þá er málið sko… andaðu djúpt, og teldu svo 1-2-3-4“ virkar!

    PS: Yfir kvöldmatnum í gær rauluðu eiginkonan og börnin við mig : „Þú skalt smakka allan mat því hann kannski góður er“

  • Sandra: *10 mín einræða um Hvolpasveit*

    Pabbi: „Já, er Kappi lögregluhundur?“

    S: *hneyksluð* „Já pabbi! Ertu ekkert að fylgjast með?!?“

  • „Pabbi, hvaða rugl er þetta? Að baða kött? Kettir þola ekki vatn!“

    Tæplega 6 ára er Sandra skynsamari en höfundar Hvolpasveitar

  • Kúlugúbbar

    Kúlugúbbarnir, þið vitið, þessir sem koma loftbólur úr munnunum á þegar þeir anda, voru að lenda í snjóflóði

  • Litlubarnaefni

    Topp 5 litlubarnaefni í sjónvarpi:

    • Kalli og Lóla
    • Sara og Önd
    • Hrúturinn Hreinn
    • Ljónið Urri
    • Peppa Pig