„Ekki minnkuhatturinn afi!“
Tag: barnaefni
-
-
Hvolpasveit dagsins greinilega undir sterkum áhrifum frá Attack of the Killer Tomatoes
-
Horfum á jóladagatal
Fimm ára barn: „Gerðist þetta í alvörunni?“
Ég: „Nei ástin mín, jólasveinninn er ekki til, hahaha!“
Börn: *gráta*
-
Af hverju er enginn dansskóli að kenna Hvolpasporið?
-
Sigurviss bæjarstjóri í Hvolpasveit er eins og Bjarni Ben: Það skiptir engu máli hvað hann gerir af sér, í næstu viku láta allir eins og ekkert sé.
-
Þegar Hvolpasveitin kemur á slysstað í Hvolpasveitarstrætó og tekur sér dágóðan tíma í að fara í litlu farartækin sín til að keyra þau 6 metra
-
Vonandi fær
TöggurKöggur — „Köggur, alltaf snöggur!“ — aðstoð við hæfi þegar hann kemst á unglingsár -
Chillar og horfir á Urra
/ Raa Raa and chill
Albert chillar og horfir á Urra -
Urri
Epískur þáttur um Urra að læra að flauta. Get horft endalaust á þetta
Raa Raa the Noisy Lion – Raa Raa’s Whistle Worries -
Alltaf lærir maður. Hélt ég ætti óendanlega mikið af ást fyrir börnin, en eftir 3 þætti í röð af Alvin og íkornunum er lítið sem ekkert eftir
-
Fríða
Stelpurnar horfa á Beauty and the Beast
Telma: „Hvenær ætlar einhver að giftast?“ … „Mig langar að sjá einhvern giftast“
Telma „Þegar ég verð stór ætla ég að kaupa svona gulan kjól og ég ætla að heita Fríða“
-
Pósturinn
Ungur maður öskrar á Póstinn Pál