Tag: barnaefni

  • Háskóli

    Á þessum 9,5 dögum sem Albert (þriggja og hálfs árs) hefur verið heima vegna verkfallsins hefur hann lært að slá nafnið sitt inn á tölvu, og er farinn að tala töluverða ensku (jútjúb-hvolpasveitar-ensku ?, en samt)

    Eftir tvo mánuði skrái ég hann í háskólann

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …


    … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Þegar mér er farið að leiðast yfir Hvolpasveitinni raula ég lagið svona:

    Hvolpasveit, Hvolpasveit
    Þú þarft bara kalla
    Hvolpasveit, Hvolpasveit
    Leysir vinda alla

  • Þeim ykkar sem eru í fráhvörfum bendi ég á að bæði titillagið úr Hvolpasveit og sjálft Hvolpasporið eru á Spotify (því miður aðeins á frummálinu)

  • Man or Muppet?

    Am I a man or am I a muppet?
    If I’m a muppet then I’m a very manly muppet.
    Am I a muppet (muppet) or am I a man?
    If I’m a man that makes me a muppet of a man.

    The Muppets
  • Sjáðu

    Sandra: „Pabbi sjáðu! Það er búið að breyta Hvolpasveit! Sjáðu bara!“ *slekkur á þættinum og byrjar aftur frá byrjun til að sýna pabba introið* „Sjáðu, sumt er alveg nýtt!“

    Pabbi, nývaknaður: „Stórbrotið!“

    S: „Pabbi, þetta var kaldhæðni!“

  • Þarf að hringja í h

    Það er gott að vita að ef til þess kemur er síminn minn a.m.k. tilbúinn

    Á símaskjá stendur „Ég þarf að hringja í h“ og giskarinn stingur m.a. upp á „Hvolpasveitina“
  • Rikki

    Rölti með Albert (verður þriggja í sumar) til að henda plasti og pappír í grenndargám

    Albert: „Rikki!“

    (Rikki er í Hvolpasveitinni sko)

  • Orðabók

    Albertsk-íslensk orðabók fyrir þá sem mögulega þurfa að umgangast son minn:

    • krakkút – traktor
    • kakk – takk. dæmi: „kakk fi mi“
    • Ambett – Albert. dæmi: „nei! é, Ambett!“
    • mlókk – mjólk. dæmi: „Ambett fá serús me mlókk“
    • amma lída! – afmæli/ afmæli í dag. alltaf sagt ef einhver er með kórónu og aðeins þá
    • klatt úti – eitthvað er kalt. ekki endilega úti
    • póst! – stopp! dæmi: „póstaðu pabbi! bíllinn koma!“
    • júpúp – youtube / ipadinn er batteríslaus. dæmi: „pabbi, bílað júpúp æpaddinn!“

    Uppfært, því þessu má ekki gleyma:

    • renniblaut – rennibraut eða rennblaut, fer eftir aðstæðum

    2. bindi

    • pening – lykill. dæmi: „má fá pening“ (má ég fá lykilinn?)
    • ítar – gítar
    • Possasei – Hvolpasveit
    • tondisor – televisor (sjónvarp á lettnesku). Dæmi: „Horra Possasei tondisor“
  • Úff hvað væri nú skrýtið að vakna upp við að vera búinn að eyða hálftíma af vinnudeginum í að horfa Hæ Sámur á netinu.

    Sjiiii hvað væri skrýtið

    Ef það hefði gerst sko

  • Sprek!

    Nýja uppáhalds lagið mitt:

    Sprek, sprek, sprek, sprek!
    Sprek, sprek, sprek, sprek!
    Sprek, sprek, sprek, sprek!
    Spreki spreki sprek sprek!

    Hæ Sámur

    Sandra (átta ára) kveikti á nýjasta þættinum af Hæ Sámur áðan og horfði svo bara á mig til að sjá viðbrögðin

  • Ekki draugur, uppskera

    Albert: „Epli! Hæ Sámur!“

    Pabbi: *Gefur epli og velur þátt af Hæ Sám af handahófi í Sarpinum*

    A, tæpra þriggja vetra, áður en þátturinn svo mikið sem byrjar: „Nei, ekki daugur! Uppgera!“

    P: „Afsakaðu ungi maður! Auðvitað langar þig frekar að horfa á þáttinn um uppskeruna en þáttinn um drauginn“