Tag: barnaefni

  • Pabbi, sybbinn: „Bíddu, líta kettirnir út eins og hvolparnir?“

    Sandra, stórlega hneyksluð: „Pabbi?!??!? Hvað ertu eiginlega búinn að horfa á marga þætti?“

    P: „Það er semsagt dalmatíu-köttur?“

    S: ? ? ? ? ? ?

  • Albert er greinilega staddur í æsispennandi þætti af Hvolpasveit, því úr stofunni heyrast þessar samræður:

    „Æma tsjeis isona keis!“

    „Feinkjú tsjeis!“

    „Jú welkom!“

  • Latibær

    Ég er ekki að segja að ég sé búinn að fá ógeð á Hvolpasveit, en ég var að kveikja á Latabæ fyrir Albert

  • Sveit

    Albert, tveimur dögum eftir að koma heim úr sveitinni: „Af hverju er Hvolpasveit líka sveit?“

    „Af hverju eru tvær sveit?“

  • Hæ Sámur

    Pabbi: „…já, Kátur er krókódíll, en mamma hans er fíll! Varstu búinn að taka eftir því?“

    Telma: „Jahháts! Löngu búin að taka eftir því! Það er af því að hann er dáleiddur“

    P: ???

    Telma: ? „Æ, ég ruglast alltaf á dáleiddur og ættleiddur“

  • Albert er að horfa á Hvolpasveit, þáttinn þar sem það lenti steinn yfir ræsi/ niðurfalli og Alex gleymdi að skrúfa fyrir garðslönguna og bóndabær Alla bónda fór á bóla-bóla-bólakaf yfir nótt

  • Hæ Sámur

    Þegar þú þarft að útskýra fyrir eiginkonunni að þú sért að fylgja Hæ Sámi á fb 🙂

  • Hvolpasveit

    Telma: ? „Það eina sem Albert horfir á er Hvolpasveit!“

    Albert: „Nei! Ég horfi líka Po patról! Og Mætí pöps!“


    (Mætí pöps eru semsagt þættir / bíómynd þar sem Hvolpasveitin er með ofurkrafta: Mighty Pups)

  • Tíðindi af vesturvígstöðvunum

    Tíðindi af vesturvígstöðvunum: Dagur 297.214 í verkfalli.

    Hér að neðan má finna kannski 17% af því sem við ungi maðurinn höfum rætt í dag:


    Pabbi: *vinnur heima*

    Albert: „Pabbi, það er enginn að horfa á Hvolpasveit“

    P: ?„Hmm??!“

    P: *fattar að drengurinn er búinn að vera að leika sér með bíla í 20 mínútur*

    P: „Ó! Má slökkva á Hvolpasveit?“

    A: „Já!“


    Albert: „Pabbi, ég hata eld!“

    Pabbi: „Já, er það?“

    A: „Pabbi, hatar þú líka eld?“

    P: „Já“


    Albert: „Pabbi, kvarta gera?!“

    Pabbi: „Vinna“

    A: „Pabbi, af hverju ert þú að skrifa a?“

    P: „Mér finnst rosa gaman að skrifa a“

    A: „Pabbi, mig langar líka að skrifa a!“


    Albert: „Pabbi, mig langar að ég fara út og þú fara líka út“

    Pabbi: „Og hvert ætlum við að fara?“

    A: „Við ætlum fara bílinn. Og við ætlum að fara í búðina“

    P: „Já? Og hvað ætlum við að kaupa?“

    A: „Við ætlum kaupa epladjús. Og ekkert meira“


    Albert: „Pabbi, af hverju finnst þér hárið gott?“

    Pabbi: „Hárið?“

    A: *bendir*


    Í bíl:

    Albert: „Pabbi! Kerrtu hratt!!“

    A: ? „PABBI!!! EKKI KEYRA Á BÍLINN!!“ ?

    A: „Pabbi, ekki keyra hratt!“

    Pabbi: *heldur áfram að keyra á sama hraða allan tímann*


    Á bílastæði.

    Pabbi: *bakkar út úr stæði*

    Albert: *bendir á bílana beggja vegna við okkur* „Af hverju eru þessir tveir bíll ekki fara?“


    Pabbi: „Sérðu hvað pabbi er duglegur? Viltu líka vera duglegur?“

    Albert: „Já!“

    P: „Frábært, viltu hjálpa pabba að taka til og ganga frá lestinni?“

    A: „Pabbi, ég nenni ekki að granga frá lestin því … því ég *dæs* er svo upptekinn!“


    Albert: „Pabbi, þegar ég er búinn æpadd, ætla ég að skoða klukkan þína, hvort er tuttugu mínútur sex!“


    Á leiðinni í háttinn:

    Albert: „Pabbi, elskar þú Hvolpasveit?“

    Pabbi: ??? „Öööööööööö… *svitnar* …hérna… ekki eins mikið og þú!“

  • Áríðandi tíðindi

    Albert: „Pabbi!“

    Pabbi: *rumskar*

    A: „Pabbi!“ *þrammar upp tröppurnar með látum*

    A: „Pabbi!“ *kemur inn í svefnherbergi, að rúminu og potar varfærnislega í öxlina á pabba til að færa áríðandi tíðindi*

    P: *umlar*

    A: „Pabbi, Nellý og Nóra er sjónvarpið!!“


    Baksaga: Aðspurður velur Albert alltaf Hvolpasveit. Í viðleitni minni til þess að auka fjölbreytnina í því sem pjakkurinn horfir á (og minnka líkur á að ég missi vitið), laumast ég af og til til að kveikja á barnaefni sem er aksjúallí skemmtilegt – mjög oft Hæ Sámur eða Nellý og Nóra – án þess að spyrja hvað hann vill.

    Þess vegna ályktar hann (réttilega), að þetta séu uppáhalds þættirnir mínir


    1. mars 2021: Uppfært!
    Nákvæmlega ári síðar

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Í vinnunni

    Loksins aftur í vinnunni

    Ég: *gengur illa að komast í gang*

    Ég: ???

    Ég: *set á mig heyrnartól, fer á jútjúb, kveiki á Hvolpasveit*

    Ég: *vinn eins og ég sé þrír*