Af því ég veit þið hafið verið að velta því fyrir ykkur, Hvolpasveit heitir Patrulla Canina á spænsku
Tag: barnaefni
-
-
Bing bong song
Ó mig auman! Ég verð fyrir aðkasti sem jaðrar við einelti á mínu eigin heimili!
Mér er gefið að sök að hafa sungið þetta og látið alla fjölskylduna fá það á heilann
The Bing Bong Song -
Aðra helgina í röð sit ég og horfi á Emil í Kattholti, með misáhugasama krakkaskratta sem detta inn og út
En mikið er nú gaman að heyra Anton kalla Emil strákskratta. Ég saknaði þess ógurlega i fyrstu myndinni
-
Krakkarúv
Albert: *sest í sófann við hlið pabba*
Pabbi: …
A: *hneykslaður* „Pabbi! Það er Krakkarúv í sjónvarpinu og þú situr bara í símanum!“
P: „Ó! Á ég að horfa á Kúlugúbba?“
A: „Já!“ *kveikir á spjaldtölvunni og fer í Roblox*
-
Nellý og Nóra
Nákvæmlega ári síðar:
Ég: *klæði mig til að fara út með hundinn*
Albert: „Pabbi! Nellý og Nóra!“
-
Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K
Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart.
Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“
Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“
Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“
-
Djöflasýra
Bíddu er þessi djöflasýra búin að vera í gangi í fimmtíu fokkings ár?!?!
Skjáskot úr bíómyndinni Fever Pitch sem sýnir að djöflasýran Clangers hafi verið í sjónvarpinu 5. febrúar 1972 Djöflasýra -
Ó, tyggjókall!
Ó, tyggjókall Besta atriðið úr vel lukkuðu Krakkaskaupi 2020
-
Á leiðinni heim úr leikskólanum
Albert: „Það var bíó í dag!“
Pabbi: „Frábært! Hvað voruð þið að horfa á?“
A: „Það var grænn jólasveinn!“
-
Pabbi bardúsar í eldhúsinu
Albert, smá veikur inni í stofu: „Já! Nú veit ég hvernig á að gera graut!“
P:
*kíkir inn í stofu*
A: *situr og horfir á Stundina okkar þar sem börn kenna okkur að gera hafragraut með eplamús*
Pabbi bardúsar enn í eldhúsinu
Albert, smá veikur inni í stofu: „PABBI!“
P: *hleypur áhyggjufullur inn í stofu*
A: *bendir spenntur á sjónvarpið, hvar Músahús Mikka er að byrja* „Sérðu! Uppáhaldið þitt!“
-
Alveg eins
Albert: *horfir á Peppa Pig á jútjúb*
A: *ýtir á pásu* „Þetta er alveg eins oooooooooo…“ *hleypur upp tröppurnar* … nokkrar mínútur …
A: *kemur aftur niður tröppurnar, móður og másandi* „…alveg eins og þetta!“ *sýnir*
-
Albert vill horfa á sjónvarp.
Pabbi fer í tímaflakk og finnur Hæ Sám síðan í morgun
A:
Svo klárast Hæ Sámur og Unnar og vinur byrja (Fanboy & Chum Chum).
A:
„Þetta er ljótt fyrir mig! Ég vil ekki horfa þetta. En þetta er ekki ljótt fyrir ykkur! Þegar ég er farinn í leikskólann megið þið horfa á þetta!“