

„Tré. Og tveir hestar sem eiga einhyrning.“
Telma, fimm ára: „Ég!“
„Þú gefur hafmeyjunum eitthvað að borða og svo læðistu framhjá eldfjallinu. Yfir brúna yfir ána með eitursnákunum. Ferð svo í gegnum skóginn og læðist framhjá tröllinu og læðist líka á milli indjánatjaldanna því indjánarnir geta skotið þig!
Og þar er fjársjóðurinn!“
Albert fylgist spakur með í bakgrunni
„Ormurinn segir „vóó“ af því hann hefur aldrei í lífinu séð svona stórt blóm“
ung dama, ekki alveg sátt við foreldrana
„Strákur með hanska sem ætlar að hoppa yfir runna til að sjá könguló sem flýgur með blöðru“
„Fiskur drekkur eplasafa og segir blúbb blúbb“
„Pabbi, viltu taka mynd og setja í internetið?“
“Daddy, could you please take a picture and put on the internet?”
Í gær var smiðjan „Komdu að búa til bók!“ í Borgarbókasafninu Grófinni.
Telma gerði bók um Albert