Tag: afi
-
Hringja í afa
Pabbi: *úti í göngutúr* Sími: *hringir* Albert: „Ég var að hringja í afa óvart!“ P: „Ha? Tókst þér að hringja í afa þinn?“ A: „Já, afi var að tala!“ Kemur í ljós að drengurinn var aleinn að fikta í símanum niðri í stofu og honum brá víst aðeins þegar gamli maðurinn svaraði. Svo fór hann…
-
Stekkjastaur
Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“
-
Í sjónvarpinu eru fréttir af eftirlitslausum fegrunaraðgerðum sem áhrifavaldar flykkjast í. Sandra: „Afi getur farið í svona! Þá lítur hann ekki út fyrir að vera sona gamall!“ Þess má geta að afi er 94 ára og þriggja daga
-
Rafræn skilríki
Að leiðbeina 93 ára gömlum pabba sínum um notkun rafrænna skilríkja í gegnum síma er góð skemmtun. Ég: „Ertu með farsímann?“ Pabbi minn: „Já“ Ég: „Ok, ég ýti á takkann, og þá koma skilaboð í símann. Svo slærðu inn pin númerið“ Pabbi minn: „Bíddu, ég ætla að sækja farsímann!“
-
„Hvenær deyr eiginlega afi?“
-
Bergmál
Frá 26. október til 5. nóvember (11 dagar) stóð þannig á að ég var 45 ára og pabbi 90. Frá 26. október 2061 til 25. júlí árið eftir (akkúrat 9 mánuðir) mun standa þannig á að Albert verður 45 ára og ég 90.
-
-
Bruni
Bruninn í Breiðholtinu var í íbúðinni við hliðina á afa. Það er allt í lagi með hann, þetta uppgötvaðist frekar fljótt, m.a. af því rafmagnið fór af. Slökkviliðið var komið strax og það tók ekki langan tíma að slökkva eldinn. Ég heyrði í gamla og hann er bara hress. Afþakkaði áfallahjálpina pent
-
90
Karl faðir minn er níræður í dag. Hefur lifað tímana tvenna. Það verður að segjast að lífshlaup okkar hefur verið frekar ólíkt. Hann var bóndi og þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum, á meðan ég sit við tölvu allan daginn og finnst sú nýliðna raun mín að vera án snjallsímans í viku vera efni í…
-
Kaffi hjá ömmu og afa