Tag: afi

  • Hringja í afa

    Pabbi: *úti í göngutúr*

    Sími: *hringir*

    Albert: „Ég var að hringja í afa óvart!“

    P: „Ha? Tókst þér að hringja í afa þinn?“

    A: „Já, afi var að tala!“

    Kemur í ljós að drengurinn var aleinn að fikta í símanum niðri í stofu og honum brá víst aðeins þegar gamli maðurinn svaraði.

    Svo fór hann upp og sagði mömmu frá áður en hann hringdi í mig il að færa mér tíðindin

    Albert verður semsagt fjögurra ára í júlí, og afi hans 95 í nóvember

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“

    Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“

    T: „Hann er með tréfót!“

    Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“

    Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Í sjónvarpinu eru fréttir af eftirlitslausum fegrunaraðgerðum sem áhrifavaldar flykkjast í.

    Sandra: „Afi getur farið í svona! Þá lítur hann ekki út fyrir að vera sona gamall!“

    Þess má geta að afi er 94 ára og þriggja daga

  • Rafræn skilríki

    Að leiðbeina 93 ára gömlum pabba sínum um notkun rafrænna skilríkja í gegnum síma er góð skemmtun.

    Ég: „Ertu með farsímann?“

    Pabbi minn: „Já“

    Ég: „Ok, ég ýti á takkann, og þá koma skilaboð í símann. Svo slærðu inn pin númerið“

    Pabbi minn: „Bíddu, ég ætla að sækja farsímann!“

  • „Hvenær deyr eiginlega afi?“

  • Bergmál

    Frá 26. október til 5. nóvember (11 dagar) stóð þannig á að ég var 45 ára og pabbi 90.

    Frá 26. október 2061 til 25. júlí árið eftir (akkúrat 9 mánuðir) mun standa þannig á að Albert verður 45 ára og ég 90.

  • Svona borðum við pabbi morgunmat í sveitinni
  • Bruni

    Bruninn í Breiðholtinu var í íbúðinni við hliðina á afa. Það er allt í lagi með hann, þetta uppgötvaðist frekar fljótt, m.a. af því rafmagnið fór af.

    Slökkviliðið var komið strax og það tók ekki langan tíma að slökkva eldinn. Ég heyrði í gamla og hann er bara hress. Afþakkaði áfallahjálpina pent ?

  • 90

    Karl faðir minn er níræður í dag. Hefur lifað tímana tvenna. Það verður að segjast að lífshlaup okkar hefur verið frekar ólíkt. Hann var bóndi og þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum, á meðan ég sit við tölvu allan daginn og finnst sú nýliðna raun mín að vera án snjallsímans í viku vera efni í epíska píslarsögu.

    Eitt er þó líkt með okkur feðgum; við vorum engin unglömb þegar við eignuðumst börn. Þegar ég átti stelpurnar var ég meðvitaður um að ég væri á svipuðu reki og pabbi hefði verið þegar hann átti systur mínar, en í tilefni dagsins datt mér í hug að reikna…

    Þegar Sandra fæddist var ég 41 degi yngri en pabbi var þegar Svava fæddist.

    Þegar Telma fæddist var ég 58 dögum yngri en pabbi var þegar Harpa fæddist.

    Spúkí sjitt, eins og þar stendur

  • Kaffi hjá ömmu og afa