Blog

  • Minning

    Fyrir mörgum árum keypti ég plötuna Giant Steps með Boo Radleys. Ég var gersamlega heillaður og hlustaði mikið á diskinn, fannst þeir vera að gera virkilega skemmtilega hluti. Skemmtilegt sánd. Allskonar. Öðruvísi

    Ég er sökker fyrir feitum bassa

    Boo Radley’s – Upon 9th and Fairchild

    Brassið kemur sterkt inn

    Boo Radleys – Lazarus

    Það er alveg hægt að hlusta á þetta ennþá

    Boo Radleys – I’ve Lost the Reason

    Boo Radleys – I Hang Suspended

    Svo fór ég í Kringluna og heyrði lag

    Boo Radleys – Wake Up Boo!

    Þegar rann upp fyrir mér að þetta voru líka Boo Radleys fékk ég óbragð í munninn. Ég gat ekki hlustað á plötuna í tíu ár án þess að finna þetta óbragð.

    Kannast fleiri við að hljómsveit hafi eyðilagt fyrir þeim meistaraverk með nýjum lögum?


    Twitter þráður
  • Snakk með lakkrísbragði: Snakkrís

  • Ég: „Vúpp vúpp! Loksins kominn aftur í vinnuna eftir 14 daga frí!“ *brettir upp ermar* „Nú skal sko unnið!“


    Vinnan: Hey, manstu styttingu vinnuvikunnar? Þú mátt fara heim kortér yfir eitt í dag!

  • Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!

  • Smáblóðmör?

    Þegar hvíta súkkulaðið lætur súkkulaðibitasmákökurnar líta út eins og blóðmör ?

  • Kisa

    Erum að passa kisu

  • Þurrt?

    Eiginkonan: „Finnst þér jólatréð ekki orðið soldið þurrt?“

    Ég: „Nei, er það?”

    Kisan sem við erum að passa: *hnerrar*

    Jólatréð:

  • Keyrum út úr Skeifunni

    Barn: „Hvað er Hreyfill?“

    Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna*

    20 sekúndum síðar:


    Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu


    En hef greinilega ekki alltaf munað það…
  • Spurningar og svör

    Börnin fundu þennan kostagrip einhversstaðar í morgun

    Sýnishorn:


    Telma: „Hvaða íslenskur fugl var verðmæt útflutningsvara fyrr á öldum?“

    Pabbi: „Ööööö … geirfuglinn..?“

    T: „Þar sem er þurrt og heitt“


    Telma: „Hvaða sjúkdómur herjaði mjög á sjómenn fyrri tíma vegna skorts á nýmeti?“

    Pabbi: „Skyrbjúgur“

    T: „Það er rétt!“

    P: „Þú færð skyrbjúg ef þú færð ekki nóg c-vítamín“

    T: „Þá þarftu bjúgu og skyr!“

  • Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“

    Pabbi: „Veitiggi?!?“

    S: „Brandarínu!“

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

    „Þa má ekki pissa!“

    „Þa má ekki fá tyggjó“

    „Má ekki skoða kall!“

    „Má ekki henda orm í mömmu!“

    „Má ekki hlæja!“

  • Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:

    • „Þa má ekki pissa!“
    • „Þa má ekki fá tyggjó“
    • „Má ekki skoða kall!“
    • „Má ekki henda orm í mömmu!“
    • „Má ekki hlæja!“