siggimus vs the cows

  • Jólasveinninn

    Gunnar Helgason drap jólasveininn Athugið þó: EN HANN LIFNAR EKKI VIÐ FYRR EN EFTIR 40 BLAÐSÍÐUR AF DJÖFULGANGI

  • Flaska

    Risastór Fanta flaska gengur berserksgang og veldur skelfingu

  • Goggur

    Sandra gerði smá gogg

  • Léttmeti

    Ég: Jæja, ég er ekki búinn að lesa bók í 700 ár, kannski er best að byrja á einhverju léttmeti Líka ég:

  • Minning

    Hyldjúp, óþægilega kunnugleg rödd í símanum biður um Jóhannes Guðnason. Ég (ca. 12): „Öööö, það er pabbi, en ég held að hann sé vitlaus Jóhannes!“ Gvendur Jaki: „Kannski er faðir þinn ekki sá sem ég er að leita að, en ég neita að trúa því að hann sé vitlaus!“

  • Áhugi minn á handbolta fjaraði að mestu út um það leyti sem trúverðugleiki íslensku spádómskýrinnar hrundi

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði … … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Spakkedí og hatt

    Pabbi eldar hakk og spaghettí og ber á borð. Albert: *byrjar að borða* Pabbi: „Stelpur! Komið að borða!“ A: „Stelpur! Koma borða! Við borða spakkedí og hatt!“

  • „Einhver hafði einhvern tíma rangt fyrir sér. Ergo, þú hefur rangt fyrir þér“ er ekki eins öflug röksemdafærsla og sumir virðast halda

  • Alltaf þegar einhver benti á mig og sagði, „Nei voðalega er hann orðinn stór!!“ svaraði mamma: „Veistu, hann hefur aldrei verið lítill“ Þegar ég var kannski fimm ára sá mamma mynd af kunnuglegum dreng uppi á vegg á Barnaspítala Hringsins. Hananú?!?? Neinei, bara stærsta barn sem hafði fæðst þar… (24 merkur, 58 cm) https://www.ruv.is/frett/eitt-staersta-barn-sem-faedst-hefur-her-a-landi

  • Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“

  • Þriggja og hálfs árs drengur, mögulega skyldur mér: „É var segja brandara leikskólann!“ Ég: „Núúú? Varstu að segja brandara! Hvaða brandara?“ Þohádmsm: „Kúkinn var að kúka hausinn“ *bendir á hausinn á sér*