siggimus vs the cows

  • Selurinn Snorri

  • 50 m/s

    Ef myndirnar prentast vel má sjá hvernig púlsinn hjá mér rýkur upp í fullkomnu flútti við hviðurnar sem fóru yfir 50m/s Við síðari hviðuna (sem drap mælinn ) hoppaði Telma upp úr rúminu og kom skríkjandi til okkar. Þá voru allir vaknaðir nema Albert og við ákváðum að flýja dómadags hávaðann (og stóru stóru rúðurnar)…

  • Múmín káta angist?

  • Hjálpa

    Albert: *veltir kassa, dót dreifist um allt gólf* A: *leikur áfram, stígur af og til á dót* A: *stoppar, lítur á mig eins og ég sé að bregðast honum* Pabbi: *sest og byrjar að ganga frá*: „Viltu hjálpa? Þá erum við fljótari“ A: „Neinei“

  • Gaman

    Fáðu þér gleraugu sögðu þau. Það verður gaman sögðu þau.

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Tindersticks

  • Á förnum vegi

    Rakst á þennan á förnum vegi með yngsta kjúklinginn sinn

  • Sjö sinnum

    Einhver: „Hvað er í matinn?“ Ég: „Svona sjö sinnum of mikið spaghettí“

  • Staðan

    Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun Annars erum við bara ágæt sko

  • Þegar þú reiknar ekki verðið á bílnum inn í kostnaðinn við að eiga og keyra bíl er það eins og að kaupa árskort í strætó og halda því svo fram að þú ferðist ókeypis 364 daga á ári

  • Fyrir kannski 15 árum sat ég með grahö á auglýsingastofu til að leggja lokahönd á auglýsingu. Eftir klukkutíma spurði hann hvort ég vildi kaffi, sneri sér í kvarthring og spilaði á skemmtara í 10 mínútur meðan tölvan vistaði