siggimus vs the cows
-
Eppúl
Albert: „Dedí, æ vont eppúl!“ Pabbi: „Dú jú vont vonn or tú eppúl?“ A: „Æ teik vonn eppúl“ P: „OK, æ vil giv jú vonn eppúl! Telma, dú jú olsó vont eppúl?“ Telma: „???“
-
Hæ Sámur
Þegar þú þarft að útskýra fyrir eiginkonunni að þú sért að fylgja Hæ Sámi á fb 🙂
-
Spennt
Morgun Sandra: *skoppar um íbúðina eins og súperbolti á sterum* „Ég er svo spennt!“ Pabbi: *verður örmagna af að horfa á orkuna sem fer til spillis* „Af hverju?“ S: *hoppar* „Það eru pylsur í matinn í kvöld!!!“ *hoppar*
-
Hryllings-örsaga
Heilbrigður og saklaus maður fer í búð, en þar sem hann stendur með fulla kerru af eintómum nauðsynjum – röðin alveg að koma að honum! – svelgist honum á, fær langt hóstakast og er tættur í sundur af örvingluðum múg. Endir
-
Snjór
Kannski ég verði bara heima í dag…
-
Þrautabók
Telma gerði krefjandi þrautabók
-
Sandra teiknar
Sandra ásamt nokkrum bekkjarfélögum. Það er augljóst hver er hvað Hef ekki hugmynd hvað er í gangi hér, nema að myndin er geggjuð! Því miður er ekki búið að skrifa þessa bók ennþá, en kápan lofar endalaust góðu
-
Gleymni
Af og til gleymir maður því í augnablik að stelpurnar reyna að myrða hvor aðra nokkrum sinnum á dag
-
Skemmtilegur dagur?
Heimakennari: „Jæja ástin mín, látum okkur sjá! Verkefni dagsins er … að skrifa um skemmtilegan dag!“ Barn: „Ég skil ekki..? Hvað er það?“
-
Fór í gallabuxur og sokka til að fara í búð fyrir pabba gamla. Sokka! Leið eins og ég ætti að gifta mig
-
Nóg til af þurrgeri í Krónunni svo ég tók nokkur bréf til öryggis. Ég: *bíbba eitt bréf, hendi á pokasvæði* Sjálfsafgreiðslukassi: Ég: Sak: Ég: Sak: Ég: Sak: Ég: *tek þurrger af pokasvæði, hendi með látum á pokasvæði* Sak: „Skannaðu strikamerki eða leitaðu að vöru“
-
Læti
*læti á heimilinu* Albert: *setur í brýrnar, biður um blað, teiknar á það og hleypur svo um og sýnir öllum* „Hérna stendur Bannað að tala!!“