siggimus vs the cows

  • Albert: *vill ganga frá innkaupum í ísskápinn* Pabbi: *bendir á litlu tveggja þrepa tröppuna sem Albert notar sem stól* „Á ég að rétta þér tröppuna?“ A: *hleypur að stiganum sem liggur upp á efri hæð* „Tröppu? Þessa tröppu? Ætlarðu að rétta mér alla þessa tröppu?“

  • Brotnaði hitamælir hjá okkur í kvöld og vitiði — kvikasilfur er einn sérstakur andskoti. Beið eftir að allir litlu droparnir söfnuðust saman í einn stóran dropa og upp risi pínulítill en miskunnarlaus T-1000

  • Gissur

  • Barn les fyrir foreldri: „…og þar er mikið af selum, tje punktur dje punktur…“

  • Stelast

    „Pabbi! Þú mátt ekki sjá mig þegar ég er að stelast!“ Ég bauð honum að láta mig vita þegar ætlar að stelast Hann hugsaði málið í smástund og kinkaði svo kolli

  • Pirraður Albert kvartar yfir öllu í morgunsárið, en róast á endanum, eftir 2x brauð með sultu og tvo þætti af Hæ Sámi. Hann skilur samt ekki alveg, því venjulega er ekkert sjónvarp á morgnana og bara hafragrautur á boðstólum: „Pabbi, af hverju leyfirðu mér allt?“

  • Kvöldmatur Albert klárar af diskinum Pabbi: „Viltu meira?“ A: *Hristir höfuðið ákveðinn. Bendir hneykslaður á mylsnu á diskinum* „Ég er ekki búinn!“

  • Ég í hliðstæðum heimi: Næstum alltaf þegar ég ætla að segja brauðgerðarhús segi ég lyfjagerðarhús, og öfugt

  • Albert: *fer inn í geymslu* „Pabbi, hvar er litli hamar?“ Pabbi: „Ööööö af hverju vantar þig hamar?“ A: „Til að hama dekkið á ruslabílinn!“

  • Eftir að suða heilmikið í og takast loksins að sannfæra pabba um að koma út að leika tekur Albert sér 20 mínútur í að klæða sig til að fara út með pabba. Pabbi: „Jæja, ertu tilbúinn?“ Albert: „Ég þarf að pissa. Uppi“ … 5 mínútur… P, niðri: „Hvernig gengur að pissa?“ A: „Illa. Ég ætla…

  • Albert leikur sér með bíla Pabbi: *tekur bíl og byrjar að keyra* „brummmm“ Albert: „Þú kannt ekki að keyra bíl. Ég á að leika með alla bílana“ P: „Ó! En hvað á ég þá að gera?“ A: „Æ, farðu bara í símann!“

  • Albert leitar að stóru systur: „Hvar er Sandra?“ Pabbi: „Hún ætlar að gista hjá vinkonu sinni í nótt!“ A: „Ætlum við ekki að eiga Söndru lengur?“