siggimus vs the cows
-
Albert þóttist vera veikur og vildi mæla. Hann er alveg sjálfbjarga með mælinn, stingur í eyrað og svo kemur píp: „Þrjátíu og sex!“ Seinna var mamma hans að vigta hvolpinn og Albert vildi líka. Pabbi: „En þú varst að mæla í morgun!“ Albert: „Það var eyrað! Ég þarf líka að mæla tána!“
-
Albert, í Batman bol: „Ég fer á klósettið. Þið megið ekki leika með bílana. Þið leikið vitlaust!“ Pabbi: „Ég skal passa. Ef einhver kemur skal ég hringja í Batman“ A: *tekur heimasíma með* … A *úr fjarska*: „Pabbi! Ætlaru ekki að hringja í Batman?!!“
-
Telma: „Mig langar svo mikið að búa í Indlandi. ? … Nei, Japan!“ Pabbi: „Nú? Af hverju?“ T: „Bíddu, er það í Indlandi eða Japan sem má smjatta?“
-
Beðið eftir Húgó
-
Albert er kennari, 30 tuskudýr krakkar á leikskólanum hans A: „Eftir viku er búningadagur“ Tuskudýr: … A: „Hvað ætlar þú að vera, Kappi?“ Kappi: „Ég ætla að vera lögga“ A: „Hvað ætlar þú að vera, Köggur?“ Köggur: „Ég ætla að vera sjóveikur“
-
Pabbi og Albert eru kennarar, 30 tuskudýr krakkar. A er hálfgerður harðstjóri, endalaust að benda á tuskudýrin og segja „Þetta er síðasti séns!“ P: *knúsar slasaða krakka* „Ég er knúsukennari!“ A: *fingur á lofti* „Ég er skammikennari!“
-
nógu nálægt
-
Albert, fjögurra ára, við móður sína: „Nú er ég reiður! Þú ert að bulla eins og pabbi!“
-
Albert: *bendir* „Má ég sleikja þennan poll?“ Pabbi: „Nei!!“ A: „Af hverju má Húgó?“
-
Dagbók
Kl. 07.30 Starfsdagur í leikskóla/ skóla? Vinna heima, einn með þrjú börn? Iss piss! Eftir leikskólaverkfall og lockdown síðasta vetur er ég fær í flestan sjó! Kl. 8.30 Æ já, það var enginn hvolpur síðasta vetur Kl. 10.30 Bíddu, þagnar drengurinn aldrei? Kl. 13.30 Obbsíbobb, ég var búinn að gleyma þessum Teams fundi, en sem…
-
Sandra: „Pabbi má ég fá tyggjópakka?“ Pabbi: „Ne…“ S: „Ég lofa að setja hann ekki allan upp í mig í einu eins og í gær!“
-
Við viljum okkar kartöflur tandurhreinar, og þess vegna setjum við þær á suðuprógrammið