Lesið fyrir háttinn
Í bókinni er talað um tennur
Albert: „Ég er með miklu fleiri tennur en Sandra og Telma!“
Pabbi: „Núúú? Af hverju?“
A: „Þær eru búnar að missa margar tennur, en ég er ekki búinn að missa neina!“
Lesið fyrir háttinn
Í bókinni er talað um tennur
Albert: „Ég er með miklu fleiri tennur en Sandra og Telma!“
Pabbi: „Núúú? Af hverju?“
A: „Þær eru búnar að missa margar tennur, en ég er ekki búinn að missa neina!“
Pabbi: „Albert, hvað viltu gefa systrum þínum í jólagjöf?“
Albert: „Blóm!“ … *hleypur og grípur kaktus* „Þetta blóm!“
A: „Nei, blóm er bara fyrir Telmu! Þetta er fyrir Söndru“ *kemur með tuskudýrs-hund sem er búinn að vera á heimilinu lengur en hann sjálfur*
A: *nær í blað* „Hvernig skrifar mar glevi jól?“
í bíltúr
Albert: „Sjúkrabíll og brunabíll! Einhver var að meiða sig og það var eldur“
Pabbi: „Já?“
A: „Kannski var einhver með eld og sykurpúða og potaði í eldinn og meiddi sig!“
PSA: Ef þér þykir vænt um augun þín, ekki sjúga hálsbrjóstsykur með menthol rétt á meðan þú ert með grímu
Albert (4): „Pabbi, hvernig skrifar maður am grúmet?“
Pabbi: „Am hvað?“
A: „Æm krúmet“
P: „Am krúmet? Lommér sjá“
A: „Æm krú-met“
P: „Ahhhh, ertu í Amonngöss!?? I emm bil sje err e tvöfaltvaff emm a té e“
úfur í sauðagæru?
ÞAÐ ER HÆGT AÐ ÞUMLA ÞUMLA!
ÞAÐ ER HÆGT AÐ ÞUMLA ÞUMLA Í MESSENGER!!
ég endurtek:
ÞAÐ ER HÆGT AÐ ÞUMLA ÞUMLA Í MESSENGER!!
ég er kominn með nýtt hobbý!
Þurfti að skjótast í svona klukkutíma
Þegar ég kom aftur kom pjakkurinn grátandi út: „Pabbi, ég saknaði þín! Ég saknaði þín svoooo mikið!“
Svo hoppaði hann upp um hálsinn á mér og knúsaði mig eins og hann hefði ekki séð mig í mánuð.
Og ég fékk eitthvað í augað
Pabbi bardúsar í eldhúsinu
Albert, smá veikur inni í stofu: „Já! Nú veit ég hvernig á að gera graut!“
P: *kíkir inn í stofu*
A: *situr og horfir á Stundina okkar þar sem börn kenna okkur að gera hafragraut með eplamús*
Pabbi bardúsar enn í eldhúsinu
Albert, smá veikur inni í stofu: „PABBI!“
P: *hleypur áhyggjufullur inn í stofu*
A: *bendir spenntur á sjónvarpið, hvar Músahús Mikka er að byrja* „Sérðu! Uppáhaldið þitt!“
Þurfti að sækja Albert snemma á leikskólann því hann er kominn með hita.
A, á leið út í bílinn: „Veikurið lét mig sofna eins og litlabarn!“
Eyði meiri tíma en ég kæri mig um að viðurkenna í vangaveltur um hvort líkindin með barnvænt og banvænt hafi einhvern tíma valdið veseni