Ég sé að Albert var í tölvunni í dag að skrifa. Hvað ætli hann hafi… *setur upp gleraugun*

Ég sé að Albert var í tölvunni í dag að skrifa. Hvað ætli hann hafi… *setur upp gleraugun*
Ahhhh jólin! Skemmtilegasti tími ársins, þegar maður fær hlýju í hjartað við að renna yfir jólakveðjurnar á fb, grandskoðar allar fallegu myndirnar, telur fullorðna fólkið og reiknar út hverjir hafi skilið á árinu
Albert: „Hvert erum við að fara?“
Pabbi: „Í kirkjugarðinn, manstu þar sem amma er ofan í jörðinni“
A: „Ó já, þar sem amma hans afa var að grafa holu og fór ofaní holuna *leikur að leggjast ofan í holu* og dáaði og setti svo lokið yfir!“
Á leiðinni heim úr leikskólanum
Albert: „Það var bíó í dag!“
Pabbi: „Frábært! Hvað voruð þið að horfa á?“
A: „Það var grænn jólasveinn!“
Albert kom með mér að kaupa jólatré.
Á leið aftur að bílnum fann hann litla grein og hrópaði: „Lítið jólatré!“
/Took Albert to buy a Christmas tree. On the way back to the car, he found a little branch and shouted: “A tiny Christmas tree!!”
Facebook vill ótt og uppvægt að ég gangi í hundagrúppur, eins og til dæmis…
Umræðuefnið fer yfir í eitthvað ólystugt við kvöldverðarborðið
Telma: „Hættiði að tala um þetta! Ég missi matarlistann!“
Pjakkurinn hoppar og spriklar fyrir framan sjónvarpið þar sem parkour gaurar hoppa milli húsþaka á meðan ég rígheld mér svo ég detti ekki úr sófanum og falli tugi metra niður á götu í París
Það hefur sína kosti að búa eins og svín
Klukkutíma eftir að krakkarnir fóru niður og kíktu í skóna var ekkert þeirra búið að taka eftir pokanum sem jólasveinninn virðist hafa gleymt á sófanum í nótt
Húgó fór með mig í göngutúr í dag
/Hugo took me for a walk today
Þegar fjögurra ára drengur á tíu ára systur sem hlustar mikið á 6ix9ine getur það endað með því að ungi maðurinn hleypur um allt syngjandi punani nani nani – punani nani nani
gæti sosum verið verra
Húgó fór með mig út að ganga í dag