siggimus vs the cows
-
Er hundur?
Hvernig veit hundur að hundur sé hundur? Ég fór semsagt að velta þessu fyrir mér á göngu með Húgó í morgun. Lemur í kjós að það er ekki vitað nákvæmlega hvernig hann veit það, en … hundur veit að hundur sé hundur. https://blogs.scientificamerican.com/dog-spies/do-dogs-know-other-dogs-are-dogs/
-
Albert verður oft ánægður þegar hann kíkir í skóinn á morgnana, en aldrei eins og í morgun, þegar hann kíkti í skó foreldra sinna (sem hann setti sjálfur út í glugga í gærkvöldi) og fann þar pínulitla kartöflu í hvorum skó Hann hljóp inn í leikskólann í morgun og gargaði „Pabbi og mamma fengu kaltöflu…
-
Smælki
Ég var a.m.k. tvær vikur að skræla þetta helvíti. Afraksturinn: 807 grömm af kartöflum, 595 grömm af flusi
-
Væri ekki soldið vesen að pakka henni inn?
-
Hringja í afa
Pabbi: *úti í göngutúr* Sími: *hringir* Albert: „Ég var að hringja í afa óvart!“ P: „Ha? Tókst þér að hringja í afa þinn?“ A: „Já, afi var að tala!“ Kemur í ljós að drengurinn var aleinn að fikta í símanum niðri í stofu og honum brá víst aðeins þegar gamli maðurinn svaraði. Svo fór hann…
-
Albert: „Má ég fara æpaddinn?“ Pabbi: „Þú veist að þú mátt ekki fara í Among Us?“ A: „Ég ætla ekki að fara í Among Us“ P: „Hvað ætlarðu þá að fara í?“ A: „Fyrst fer ég í eitthvað annað og SVO í Among Us!“
-
Litlu stafirnir
Það lítur út fyrir að Albert sé búinn að læra litlu stafina líka /looks like Albert has learnt the lower case letters as well
-
Adam átti syni sjösjö níu átta Satan! ??
-
Lesum bók um líkamann, m.a. skynfærin fimm Pabbi: „Til hvers notum við augun?“ Albert: „Til að horfa!“ P: „Til hvers notum við puttana?“ A: „Til að pota!“ P: „En nefið?“ A: „Til að snýta!!“
-
Með kommu
Eftir þrotlausar rannsóknir hefur Albert, fjögurra ára, fundið alla stafina sem hægt er að gera með kommu. Og ess og hér er hann að kenna Telmu, nær níu ára gamalli systur sinni að gera ? og &
-
Lesið fyrir háttinn Í bókinni er talað um tennur Albert: „Ég er með miklu fleiri tennur en Sandra og Telma!“ Pabbi: „Núúú? Af hverju?“ A: „Þær eru búnar að missa margar tennur, en ég er ekki búinn að missa neina!“
-
Pabbi: „Albert, hvað viltu gefa systrum þínum í jólagjöf?“ Albert: „Blóm!“ … *hleypur og grípur kaktus* „Þetta blóm!“ A: „Nei, blóm er bara fyrir Telmu! Þetta er fyrir Söndru“ *kemur með tuskudýrs-hund sem er búinn að vera á heimilinu lengur en hann sjálfur* A: *nær í blað* „Hvernig skrifar mar glevi jól?“