Mætti í vinnuna í fyrsta sinn síðan 15. september og það var svo gott og gaman að ég gleymdi að fara heim
Blog
-
-
Við horfum á Our Planet í dýrðlegu 4K
Pabbi fer að velta fyrir sér tönn náhvala, hvort þeir festist ekki stundum óvart.
Börnin: „Já, þeir festast stundum í ís…“
Pabbi: „Lærðuð þið um náhvali í skólanum?“
Börn: „Nei, í Hvolpasveit!“
-
Illt
Sandra, 10 ára, kemur heim úr skólanum: „Pabbi mér er illt!“
Pabbi: „Æ, ertu veik?“
S: „Við vorum í kynfræðslu í dag“
-
Góðu fréttirnar: Albert missti fyrstu tönnina!
Slæmu fréttirnar: Það gerðist í leikskólanum og tönnin finnst hvergi
Good news: Albert lost his first tooth today
Bad news: It happened in the kindergarten, and no one has seen the tooth since
-
Omaþingin
Börnin skiptast á að velja lag í spjaldtölvunni
Fjögurra ára drengur: „Hvernig skrifar maður omaþingin?“
Fimm mínútum af spurningum og vangaveltum síðar:
omaþingin -
Spáið í því, það er stórt H á Grænlandi og stórt L á Noregi og þess vegna er búið að vera rok hér í heila fokkings viku
Rok í viku -
Dýralíf
Í næsta nágrenni við vinnuna er fjölbreytt dýralíf, sem sjá má í sporum í snjónum. T.d.
Krummar
Krummaspor í snjónum Kanínur
Kanínuspor í snjónum Kanínuspor í snjónum Voffar
Voffaspor í snjónum Ekki krummar, en samt fuglar
Ekki-krumma-en-samt-fuglaspor í snjónum Mýs
Músaspor í snjónum -
Albert og Embla
Albert er búinn að uppgötva Emblu. Sest af og til niður og spyr hana einhvers eða bara spjallar…
Embla reynir að skilja Albert -
Húgó horfir Ungviðið horfir á Stundina okkar
-
Viltu giska?
Albert: „Veistu hver átti afmæli í dag?“
Pabbi: „Nei, hver?“
A: „Viltu giska? Það byrjar á Elísabe…“
-
Hlaðvarp
Var að fá tips um hlaðvarp og bætti nýjasta þættinum í biðröðina … það er númer 25 í röðinni. Ég þarf semsagt að hlusta í rúma 30 klukkutíma áður en kemur að því.
Ég mun koma gersamlega af fjöllum þegar þátturinn byrjar
Það er frábært að hafa ekki þurft að fara í vinnuna í vetur, en það hefur af mér megnið af hlaðvarpstímanum
-
Vinna?
Ósvinna er betri en engin vinna?