Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“
Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“
…
A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“
Albert: „Pabbi, má ég fá epli!“
Pabbi: „Ekkert mál, gjörðu svo vel“
…
A: *öskurgrætur* „ÉG TÓK OF STÓRAN BITA!!!“
Til að fagna því að ár er nú liðið síðan leikskólaverkfallinu lauk sit ég fastur heima (ófærð) með þrjú „veik“ börn
Ance: „…taka hana opnum ormum … nei, bíddu, það á ekki að segja þetta svona..?“
Albert: „Ég setti diskinn í vaskinn!“
Pabbi: „Frábært!“
A: „Þú segir alltaf Frábært! Eða obbsíbobb!“
Ég er ekki að segja að Húgó sé með aðskilnaðarkvíða, en hann vælir þegar nágranninn fer að heiman…
Hér fer forgörðum kjörið tækifæri til að búa til orðið „skúdd“
Dóttir byrjar að horfa á Air Bud
*5 mínútur af djöfulgangi þar sem allt gengur á afturfótunum hjá trúðnum sem á Buddy*
Albert: „VILJIÐI SLÖKKVA Á ÞESSU!! ÞETTA ER MJÖG SORGLEGT!!!“
Burstum tennur fyrir háttinn
Albert: „Pabbi á ég að segja þér eitt?“
Pabbi: „Já, segðu mér!“
A: „Æ, hvað heitiridda aþtur?“
P: ???
A: „Æ, þarna sem er í stríði við Karíus og Baktus?“
P: „Hérna, me-meinarðu … hvítu blóðkornin?“
A: „Já! Einmitt!“ *bendir á Spiderman plásturinn þar sem hann var bólusettur* „Hvítu blómkornin eru að ráðast á Karíus og Baktus!“ *leikur ógurlegan bardaga eftir hvern Karíus og Baktus liggja örendir*
Albert: *sest í sófann við hlið pabba*
Pabbi: …
A: *hneykslaður* „Pabbi! Það er Krakkarúv í sjónvarpinu og þú situr bara í símanum!“
P: „Ó! Á ég að horfa á Kúlugúbba?“
A: „Já!“ *kveikir á spjaldtölvunni og fer í Roblox*