Pabbi: „Þetta er Emil og þetta er Ída!“

Albert: „Nei!“
P: *bendir* „Jú, hér er Emil og *bendir* hér er Ída!“
A: „En hver er þá Kattholt?!!
Pabbi: „Þetta er Emil og þetta er Ída!“
Albert: „Nei!“
P: *bendir* „Jú, hér er Emil og *bendir* hér er Ída!“
A: „En hver er þá Kattholt?!!
Albert: „Í hvíldinni í leikskólann vorum við að lesa bækur! Emilí Kaltholti og Blómi Ljóshjarta!“
Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“
Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir.
Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn
Btw, hann verður ógurlega leiður þegar hann sér að það er bara þrír hjá okkur, en fagnar voðalega þegar farið er inn í hlýrri framtíðina, og hreinlega dansaði þegar hann sá níu!
Löööööngu síðar:
Pabbi: „Eigum við kannski að horfa á eitthvað annað núna?“
Albert: „Nei, mig langar að horfa aftur á hita!“
Elín Björk Jónasdóttir á dyggan og krullaðan fjögurra og hálfs árs aðdáanda sem fær ekki nóg af veðurfréttatímanum síðan í gær
Uppfært 7. maí 2021:
Kom að Albert í gær að fletta í gegnum RÚV appið: „Hvar er þátturinn um stelpuna sem byrjar á E?“
Fundum veðrið, en hann varð ekki sáttur fyrr en við fundum „stelpuna sem byrjar á E“ í ca. tveggja vikna gömlum þætti
Pjakkur: „Pabbi, mig langar að fara á krakkarúv og horfa á hita!“
— siggi mús (@siggimus) March 16, 2021
Tók smástund að fatta að hann vildi horfa á veðurfréttir
Hér er hann að horfa á veðrið síðan í gær í þriðja sinn#pabbatwitter pic.twitter.com/bw3XsxNne2
Þegar fílarnir slást bitnar það á grasinu
er á latínu:
Pugna elephantum, graminis detrimentum
Þegar fílarnir slást bitnar það á grasinu
— siggi mús (@siggimus) March 14, 2021
Sko, ég veit alveg að ég lít út eins og ellilífeyrisþegi með lesgleraugun í svona bandi, en mér er sama!
Síðan bandið slitnaði í gær er ég tvisvar búinn að láta gleraugun detta í gólfið og einu sinni í hálffullan vask af óhreinu leirtaui
Í dag lærði ég
Ef þú last 136 blaðsíður í gær er allt í lagi að lesa mínus 103 blaðsíður í dag
Sat kvíðinn og feiminn meðan tölvan ræsti sig og beið eftir að allir föttuðu að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera í nýju vinnunni þegar ég heyrði einhvern garga „Dammit!! Why didn’t anyone tell me you canceled pimp day?“
Pabbi: „Hvað viltu gefa [besta vinkona á leikskólanum] í afmælisgjöf?“
Albert: *hleypur og nær í* „Þessa konu sem er ekki með fætur og er dáin!“
Ég þarf að kaupa nýja skóflu til að grafa út gömlu skóflurnar
Albert kjagar inn í stofu með krukku af bláberjasultu og skeið: „Ég er búinn að borða rosa rosa mikið, en ég er ekki búinn að stækka!“ *mokar upp í sig meiri sultu*
Albert borðar kvöldmat: „Ég er með 20 mat í maganum!“ *einn biti enn* „Tuttugueinn!“
Pabbi: „Vá! Ætlarðu að verða rosalega stór og sterkur eins og ég?“
A: „Nei, ég ætla að fá risastóra bumbu eins og þú!“