Blog

  • Sumarlestraráskorun

    Til að hvetja stelpurnar til að vera duglegar að lesa í sumar settum við í gang 500 mínútna sumarlestraráskorunina. Fyrir hverjar 100 mínútur sem þær lesa fá þær að velja verðlaun.

    Við gerðum ráð fyrir að það tæki þær megnið af sumrinu að ná 500 mínútum. Eftir eina viku:

    ? Fjölskyldan gistir saman í stofunni

    ? Ísbíltúr

    ?Eftirréttur

  • Allt að verða vitlaust á nýja veitingastaðnum mínum, Klemmubrauð & Co

  • Böggles

    Böggles er brauð

  • Api

    Öööööö, af hverju heldur Instagram að ég sé api?

  • Albert: „Hvað heitir þetta lag?“

    Pabbi: „Fallen angel“

    A: „Er neindjel svona eins og nindja?“

  • Bannað

    Albert: „Pabbi ég veit hvað er bannað að segja!“

    Pabbi: „Nú, hvað er bannað að segja?“

    A: „Bitsj“

  • Mótorhjól

    Í bíl með Albert

    Pabbi: *bendir* „Mótorhjól!“

    Albert: „Þú þarft ekki að segja það! Það sést alveg! Það heyrist alveg!“

    P: „Ööööö“

    A: „Ég er með augu og eyru!! Sérðu að ég er með augu og eyru!?“

  • Lagið mitt

    Albert: „Mig langar að setja lagið mitt á TikkTokk“

    Pabbi: „Já? Hvaða lag?“

    A: „…pabbi, það er fokk í laginu…“

    A: *raular* „Ég var með fokk…“

    P: hmmm?

    A: „Það er rosa mikið fokk í laginu. Það er 190 fokk. Ég má ekki syngja það. Ef ég syng það kemur löggan“

  • Volcano

    Við berum í lækinn þó bakkafullur sé. Allir búnir að sjá miklu betri myndir af eldgosinu í Geldingadölum

    /everyone who can understand the text above is drowning in much better pictures, but I’m still adding mine because I’m pretty pleased with them