
Blog
-
jólavoffi
jóla Húgó -
Streakið
Fyrir tveimur vikum greindist Albert, fimm ára, með Covid.
Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lítið sem ekkert sofið fyrr en fjölskyldan væri laus úr sóttkví og einangrun – fastur í hugsunum um örkuml, dauða og ömurð
Núna: Fökk!
Ef ég lendi í einangrun missi ég streakið í að ganga 10 þúsund skref á dag
PS: Hann varð ekki veikur og sýndi aldrei nein einkenni. Ekkert okkar smitaðist
-
Bing bong song
Ó mig auman! Ég verð fyrir aðkasti sem jaðrar við einelti á mínu eigin heimili!
Mér er gefið að sök að hafa sungið þetta og látið alla fjölskylduna fá það á heilann
The Bing Bong Song -
Aðra helgina í röð sit ég og horfi á Emil í Kattholti, með misáhugasama krakkaskratta sem detta inn og út
En mikið er nú gaman að heyra Anton kalla Emil strákskratta. Ég saknaði þess ógurlega i fyrstu myndinni
-
Áminning
Þegar þú færð áminningu um að þú sért að fara í leikhús eftir 48 mín og færð næstum hjartaáfall af því þú býrð 30km frá leikhúsinu og þú skiptir um föt í ofboði og hleypur út í bíl og brunar af stað og ert kominn hálfa leið þegar leikhúsfélagarnir senda skilaboð og spyrja hvort þú hafir ekki örugglega farið í hraðpróf og þú keyrir út í kant og grætur
-
Sparistellið
Þegar öll fjölskyldan losnar úr 10 daga sóttkví og einangrun má draga fram sparistellið
-
Þegar þú manst eftir GDPR
Ópersónugreinanlegt -
Listi
Veit einhver um búð þar sem gæti verið hægt að fá allt á þessum lista?
Því annars fækkar á heimilinu um einn fimm ára
Það sem þarf að kaupa eða Albert ætlar að fara frá fjölskyldunni, pt. i Það sem þarf að kaupa eða Albert ætlar að fara frá fjölskyldunni, pt. ii Það sem þarf að kaupa eða Albert ætlar að fara frá fjölskyldunni, pt. iii
Veit einhver um búð þar sem gæti verið hægt að fá allt á þessum lista?
— siggi mús (@siggimus) November 21, 2021
Því annars fækkar á heimilinu um einn fimm ára ? #pabbatwitter pic.twitter.com/gWjSJCSvkMHér má sjá umræðu sem skapaðist á Twitter Í umræðunni kom m.a. fram:
Þetta eru víst kvattúordesilljón peningar – í óskilgreindum gjaldmiðli – eða silljón killjón filljón peningar – (fer eftir því hvern þú spyrð).
Skv. gúggli frænda er samanlagður peningur í veröldinni víst ekki nema 670 trilljónir ISK (e. quintillion (670 með 18 núllum)), sem er soldið minna en kvattúordesilljón (1 með 45 núllum) (Mér gengur brösuglega að finna vísindalegu skilgreininguna á silljón killjón filljón)
-
Grýla
Skoðum bók þar sem Grýla og jólasveinarnir koma fyrir
Albert *starir á mynd af Grýlu*:
„Var Grýla einusinni barn?“
Pabbi:
„Já! Það hlýtur að vera!“
A:
„Og … borðaði hún þá börn?“
-
Spjall
Albert, fimm ára, er í þessum töluðu orðum í Messenger spjalli við deildarstjórann á leikskólanum sem varð hugsað til hans í sóttkví
-
Garg
Búið að lesa og slökkva ljósin fyrir háttinn
Albert: „Fólkið sem á heima í hausnum á mér er að garga! Ég er ekkert sybbinn!“
Sem betur fer var dimmt svo hann sá ekki á mér svipinn
A: „Í hausnum á mér er ennþá dagur! Ég get ekki sofnað!“
Búið að lesa og slökkva ljósin fyrir háttinn
— siggi mús (@siggimus) November 7, 2021
Pjakkur: „Fólkið sem á heima í hausnum á mér er að garga! Ég er ekkert sybbinn!“
Sem betur fer var dimmt svo hann sá ekki á mér svipinn
Pj: „Í hausnum á mér er ennþá dagur! Ég get ekki sofnað!“#pabbatwitter -
Einhver heima?
Albert: „Stundum þegar maður er að tala við eikven, og hann heyrir ekki hvað maður er að segja, þá þarf maður að banka í hann og segja: „Halló! Er einhver heima!?““