Í dag hefur Sandra sungið „Siggi var úti með ærnar í haga/ aumingja Siggi hann þorir ekki heim“ hárri raust. Með þessu annars sakleysislega framferði sínu hefur barnið óafvitandi vakið upp gamlan draug hjá föður sínum. Ég á von á martröðum í nótt og háum reikningum frá sálfræðingum á næstunni.