siggimus vs the cows
-
Frábær helgi í geggjuðum selskap. í gær rættist „gamall“ draumur Alberts þegar hann fékk að fara í ökuskólann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loksins kann Albert að keyra. Í morgun var sveitaferð með leikskólanum og nú seinnipartinn dró hann mig út í óvissuferð sem endaði niðri í fjöru svo hann gæti sýnt mér helli sem þau…
-
esja
-
Í Húsdýragarðinum, pt. ii
Hmmm, hvað ætli pjakkurinn sé að lesa af veggnum inni í kofanum?
-
Í Húsdýragarðinum, pt. i
Ég fyrir 3 vikum: Ég ætla í fjölskyldugarðinn 21. maí og leyfa pjakknum að fara í ökuskólann Allir Íslendingar með börn í morgun: Ég er með geggjaða hugmynd!
-
Mynd til að lita
Albert: „Pabbi, mig langar að prenta mynd til að lita“ Pabbi: „Mynd af hverju?“ A: *hugsar mikið* „Lítil eyja með einu tré“
-
drops
-
Allt?
Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“ Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“
-
Bækur
Einhver: „Og hvað gerir þú?“ Ég: „Skrifa bækur sem enginn les“
-
Í skóla barnanna velur skólastjórinn árlega bekk af handahófi og tekur fullan þátt í öllu. Í dag fékk hún að fara með 6. bekk í stærðfræði, dönsku, fatasund og skeggræða sætustu strákana í skólanum í frímínútum
-
Fangelsi
Fórum á Kardemommubæinn í gær og Albert spurði mikið um rimlana á glugganum þegar Kasper, Jesper og Jónatan voru komnir í tugthúsið
-
Fundur
Þegar fundur byrjar á Teams en tölvan er eitthvað hæg svo þú prófar að endurræsa Vivaldi vafrann, en það var greinilega ekki vandamálið því það tekur heila eilífð og svo byrjar Vivaldi allt í einu að spila tónlistarvideo úr einum glugganum, nema glugginn birtist ekki enn svo þú getur ekki pásað og nú heyrir þú…
-
Bangsaknús
Bangsaknús á öll sem eiga bágt í dag því þau eru illa haldin af friggatriskaidekaphobia