Skv. þessu fékk ég að meðaltali 2.467 krónur fyrir hvern þýddan þátt af GI Joe, en heilar 2.764 fyrir hvern þátt af Transformers.
Það vantar dagsetningar á reikningana, en þetta er að líkindum ’87 (kennitalan var innleidd þá), en ég varð 16 ára þá um haustið. Sérlega gaman að sjá nafnnúmerið sitt aftur eftir öll þessi ár.
Gaman að sjá að þarna notaði ég nafnnúmerið (7876-3698)…en hér, aðeins fimm reikningum síðar er komin kennitala!!
Líta út um gluggann, meðtaka hvað er á seyði, semja plan, sækja bjór í ísskápinn, hella bjór í glas, fara með glas út á pall, sópa köngulóarvefjum af garðhúsgögnum, tylla sér, ná andanum, taka mynd … og allt þetta áður en sólin hverfur aftur.
Skjótari en skugginn að skjóta!
Bevís að það hafi verið bjór og sól á pallinum á sama tíma
Sit hér aaaaleinn og finn ekki upp á neinu öðru að gera en horfa á konurnar mínar fljúga yfir Þrándheim, í beinni