Sandra: „Kristján, Dilján! Kristján, Dilján!“ Ég: „Dilján?“ S: „Já, það rímar!“ Ég: „Já, það rímar. En heitir ekki nýi kennarinn Diljá?“ … ein djúpt hugsi … S: „En hún svarar alltaf þegar ég segi Dilján!“
Sandra: „Ég vil fá hundaklippingu!“ Pabbi: „HA?!!?“ S: „Ég vil fá hundaklippingu!“ P: „Hvað í ósköpunum meinarðu barn?“ S *bendir á sjónvarpið*: „Ég vil fá hundaklippingu!“ P: „… meinarðu næsta þátt af Skoppu og Skrítlu?“