Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“ Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“ A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“
Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna. Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““
Einn uppáhalds leikur Alberts þessa dagana er hans eigin útgáfa af Frúnni í Hamborg A: „Það má ekki segja ísskápur! Eða hurð. Og það má ekki heldur segja hákarl … það má segja já, en ekki nei!“