Um hálfátta í morgun: Sandra: „Hvaða dagur er í dag?“ Pabbi: „Fimmtudagur“ Telma setur í brýrnar, bendir út um eldhúsgluggann og djúpt inn í myrkrið. Hvæsir: „Nei! Það er ekki dagur!“
Sandra: „Það eru svo margir allskonar dagar! Bolludagur, öskudagur, bóndadagur, bangsadagar, náttfatadagar og bardagar!“
Karl faðir minn er níræður í dag. Hefur lifað tímana tvenna. Það verður að segjast að lífshlaup okkar hefur verið frekar ólíkt. Hann var bóndi og þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum, á meðan ég sit við tölvu allan daginn og finnst sú nýliðna raun mín að vera án snjallsímans í viku vera efni í…
Dóttir fékk teskeið til að moka steiktum lauk í pylsubrauð. Fyrst setti hún eina skeið beint í munninn. Kippir í kynið