Blog

  • Skeiðar

    Sandra fer á leikjanámskeið á mánudag: „Ég er að fara á námskeið, en Telma er ekki að fara á námskeið!“
    Telma: „Ég vil líka nammiskeið!“

  • Kæri sonur,

    Þú hefur nú haft tvær vikur til að finna samhengi milli þess að slá snuðið úr munninum á þér og að verða pirraður.

    Ekkert?

  • Flott föt

    Af hverju fá smábörn öll flottustu fötin?

    Ég meina, kommon! af hverju má ég ekki vera svona flottur á árshátíðum?!?


    Uppfært 27. október 2016:

    Lausnin er (augljóslega) að láta börnin hanna á sig föt…

  • Endurskin

    Endurskins Múmínálfur!

  • Félagi hringdi sig reglulega inn „veikan.“ Notaði nýja og nýja sjúkdóma.

    Náði vissu hámarki þegar hann sagðist vera með Creutzfeldt-Jakob.

  • Getið þið ímyndað ykkur að hata heiminn nógu mikið til að finna upp á brauðsúpu?

  • Það er stutt a milli hláturs og sláturs!

  • Matseðill

    Erum að gera tilraun með myndrænan matseðil. Ákveðum semsagt á sunnudegi hvað við ætlum að hafa í matinn alla vikuna. Höfum stelpurnar með í þessu og leyfum þeim að velja (innan vissra marka!). Þær hjálpa líka að prenta myndir, klippa út og líma á matseðilinn.

    Þetta er frábær hugmynd og við getum mælt með henni: Allir geta auðveldlega fylgst með því hvað er í matinn hvenær og ef einhver er með erfiðar séróskir eða biður um eftirrétt er mjög auðvelt að benda bara á matseðilinn.

    En það borgar sig að fylla matseðilinn vandlega út. Í fyrstu vikunni læddist Telma (4,5 ára) þegar við sáum ekki til og teiknaði ís í alla auðu reitina.

  • þegar þú býrð smátt er gott að hugsa í lausnum

  • Hrossaflugur

    Á þeim hrossaflugum sem ég hef skoðað virðast ekki nema 3-4 af 6 löppum gera nokkuð gagn, og max annar vængurinn.


    Eina mögulega skýringin á hrossaflugum…