Mitt jaðarsport er að fara í IKEA
Blog
-
-
vinsamlegast athugið! fréttir af andláti nínu eru stórlega ýktar
-
Verður stundum hugsað um hvernig veröldin væri ef Sullenberger hefði ekki hafnað þeirri frábæru hugmynd minni að kalla búðina Jónus
-
Í allt sumar er ég búinn að eltast við þrjá mis-áhugasama verktaka vegna þriggja mismunandi verkefna.
Þeir heita Björn, Örn og Arnar
-
hefur aldrei leiðst síðan ég eignaðist þetta
Höfuðkarfa, með 20 boltum! -
Telma fékk hita um hádegi í gær. Svaf eiginlega allan daginn án þess að vakna mikið. Vaknaði til að gubba um fimmleytið í morgun. Svo var hún aftur orðin eldhress prakkari um hádegið.
Núna getur hún ekki hætt að segja „sko“.
Vitiði hvort eitthvað er að ganga?
-
Þegar
- #1 þarf að læra og fara í bað
- #2 er með 38,7°c hita
- #3 er 7 vikna
veistu af hverju fólk varaði þig við hinu ógurlega fyrirbæri “outnumbered”
-
Spái því að fyrir kosningar komi út bók um konurnar í Sjálfstæðisflokknum
Betri helmingurinn -
Sandra „bakaði“ fyrir afmæli Rósu, sem er einmitt ósýnilegi leynivinur hennar
Veisla fyrir Rósu, ósýnilega leynivin Söndru