
Blog
-
Ekki

Er ekki leið
-
í hvert einasta andskotans skipti gleymi ég restinni og úr verður hrökkvaffla

Hrökkvaffla -
Minning
Fór forvitinn á fund hjá anarkistum sem vildu bjóða fram til þings Spurði hvort enginn sæi íroníuna.
Aðal spurði hvort ég vildi sæti á lista
-
Segir kannski eitthvað um hlaupastíl minn að á sunnudag stoppaði maður á bíl, spurði fyrst hvort ég væri að hlaupa og bauð mér svo far
-
45
Í dag er ég í bol sem dætur mínar gerðu og gáfu mér í morgun af því ég á afmæli (nema á mínum aldri er eiginlega meira viðeigandi að segja gammæli en afmæli)
Já, ég er orðinn gamall. En í dag ég er soldið góður með mig. Rogginn. Allt að því drýldinn, því í gær gerði ég svolítið sem ég hef mögulega aldrei gert áður. Ég „hljóp“* í 20 mínútur. Í einu. SAMFLEYTT! Ég „hljóp“ 20 mínútur og það tók 20 mínútur, en ekki fjögur ár!
*Kannski segir það eitthvað um „hlaupa“stílinn hjá mér að á sunnudaginn kom maður á bíl þar sem ég „hljóp“ eftir Brautarholtsveginum. Hann stöðvaði bílinn, skrúfaði niður rúðuna, spurði hvort ég væri að hlaupa og bauð mér svo far

45 ára siggimus -
Það var trítt sig

Gaggia gerir espresso fyrir siggamus -
Albert
enjoying life

Albert enjoying life 
Albert enjoying life 
Albert enjoying life -
leyfi 3ja mánaða syni mínum ekki að hlaupa um á parketinu í neinu öðru en hágæða gúmmípunktasokkum

Gúmmípunktasokkar, hágæða -
war and peas?
-
Telma (4,5 ára): „Af hverju stendur Palli piss í sjónvarpinu?“
Pabbi: „Haaa? Það stendur hvergi Palli …“

Palli piss -
kúra > skúra
-
gleðilegan mánudag!

Banani býður góðan dag