Blog

  • Ekki opin alla daga

    Ökum framhjá Krónunni.

    Sandra: „Þessi búð er ekki opin alla daga“

    Pabbi: „Haaa, jú, það stendur meira að segja“

    S: „En þegar húsið verður gamalt og brotnar? Þá verður ekki opið!“

  • Ekkert er fegurr’en hrútspungin Reykjavík

  • Nágrannavarsla

    Er að missa alla trú á þetta Nágrannavörsludæmi. Um hverfið kjagar lítill hópur af pattaralegum Vottum Jehóva – algerlega óáreittur!!


    Og nú er hér fyrir utan maður með kettina sína í göngutúr!

    næst á dagskrá: finna helvítis földu myndavélina

  • Kaffi

    Ance: *stelur frá mér kaffi úr pressukönnunni*

    Ance: „Almáttugur! Þetta er bara leðja!“

    Ég: „You say that like it’s a bad thing“

  • Hvar er húfan?

    Pabbi leitar. „Æ, hvar er húfan hans Alberts?“

    Sandra: „Hvar settirðu hana?“

    P: *Muldrar blótsyrði*

  • Telma leggur á borð

    Platsagna á boðstólum. Telma, fimm ára, leggur á borð fyrir 4:

    • 4 diskar
    • 6 gafflar
    • 6 hnífar
    • 4 matskeiðar
    • 5 teskeiðar
  • Nota „flugvélina“ þegar ég gef Albert, 8 mánaða, að borða. Hann hefur hvorki séð né heyrt flugvél

  • Eins og kaffi er nú dásamlegt og undursamlegt og æðislegt og frábært þá bara get ég ekki mat með kaffibragði

  • Fiskur

    Jæja sonur sæll, nú lærir þú að borða fisk!

    … ósaltaðan og gufusoðinn

    Mín heitasta ósk er að einn daginn fyrirgefirðu mér

  • Ædónó

    Sandra: „Pabbi…“ *fliss* „Hvað þýðir ædónó?“ *meira fliss*

    Pabbi: „Ég veit það ekki!“

    *Hlátrasköll*

    S: „Pabbi kjáni! Veistu ekki hvað ædónó þýðir?!?“

  • Auglýsing: „Toppur án kolsýru“

    Ööö, semsagt vatn?

  • Töfrar

    „Vó!? Hvernig fórstu að þessu?“

    Sex ára barn sér bíl opnaðan með lykli í fyrsta sinn