
Blog
-
Sefur

Albert sefur í kerrunni -
Fjórðungi

Hvernig ungi er fjórðungi? -
Lángbesta
Lángbesta twerkið

Saltwerk -
Vita
Láttu mig vita!

Seltjarnarnesviti -
Fjórir magar
Í Húsdýragarðinum í gær jós ég úr mínum hyldjúpa viskubrunni. Sandra hlustaði með athygli, en ætlaði ekki að samþykkja alveg hvað sem er.
Sandra: „Haaa? Eru kýr með FJÓRA maga?!“
Pabbi: „Jamm“
S: *Djúpt hugsi*
S: „Einn maga fyrir hvern spena?“
-
Í Húsdýragarðinum
„Stelpur, sjáiði hvað hesturinn er loðinn á fótunum! … og með stóran … stóran … hérna eigum við að koma í lestina?“
-
Eru til verri örlög en að vera með bæði kverkaskít og hiksta?
-
Spegill
„Spegill, spegill, spegill, spegill, spegill, spegill!! Alltaf það sama aftur og aftur!“
Telma, 5 ára, með hárbeittan ritdóm um Mjallhvíti
-
Hjartasteinn
„Ég fann Hjartastein!“

Hjartasteinn -
Draumar
Einu sinni dreymdi mig um að vaka allar nætur.
Nú dreymir mig um að fá að sofa þar til vekjarinn hringir
-
Reima
„Neinei pabbi minn, ég get alveg reimað sjálf!“

Reimaður skór 
Reimaður skór -
Á leikvellinum: „Viltu koma í drekkjaróluna?“