Blog

  • Skíða

    Þegar vinur minn var að reyna við danskan skiptinema og sagði hátt og snjallt „Jeg elsker ad skide!“

  • Páskaegg

    Gerðum páskaegg

  • Stubbur

    Að fylgjast með barni, tæpra tveggja vetra, reyna að fiska upp lítinn stubb af spaghettíi með bústnum fingrum er góð skemmtun

  • Senur úr leikritinu Börnin með í kirkju

    Sandra: „Verður þetta aldrei búið?“

    Áður en ég næ að svara byrjar forspilið og presturinn gengur inn í kirkjuna með fermingarbörnin.


    Aðstandendur standa upp til að ganga til altaris.

    Telma: „Erum við að fermast líka?“


    Undir lokin:

    Sandra: „Af hverju er aldrei klappað?“

  • Veikur

    Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki einu sinni að snúa sænginni svo að tölurnar séu til fóta


    Þegar þú ert svo veikur að þú nennir ekki að ná í fjarstýringuna þó það séu komnir 2 þættir af Hvolpasveit síðan börnin fóru


    Þegar þú ert svo veikur að þú gengur 1.370 skref yfir daginn skv. apparati, þar af 1.300 til að sinna óforskömmuðum krakkaskröttum

  • Þegar litríkustu sokkarnir sem þú átt eru jólasokkar

  • siggimus frægur

    Topp 3 siggimus frægur. #3:

    siggimus (12 ára) og félagar halda tombólu

    Sjá á timarit.is


    Topp 3 siggimus frægur. #2:

    siggimus (16 ára) þýðir „Hina umbreyttu“ (e. Transformers)

    Hinir umbreyttu. Transformers. Teiknimynd. Þýðandi Sigurður Þór Jóhannesson. Sunbow Productions

    Sjá á timarit.is


    Topp 3 siggimus frægur. #1:

    siggimus (46): tvítar um fíl

    (þessi hlekkur er dauður, sem er kannski fyrir bestu…)

    https://www.nutiminn.is/husdyragardurinn-leigir-ut-costco-filinn-erum-ekkert-vodalega-hrifnir-af-thvi-ad-lana-hann/


    Topp 3 siggimus frægur. #1a:

    (fyrst hinn hlekkurinn er dauður kemur bara nýtt)

    siggimus (6 ára – næstum 7!!): Með mömmu sinni í buxunum hennar mömmu

    Sjá á timarit.is

  • Fíll


    https://siggimus.com/siggimus/2023/05/20/i-husdyragardinum-pt-iii/
    Enn af ævintýrum fílsins
  • Í Húsdýragarðinum, pt. iii

    Hann hefur verið hressari blessaður


    https://siggimus.com/siggimus/2023/05/20/fill-2
    Enn af ævintýrum fílsins
  • Skeið

    Ef myndin prentast vel má sjá SKEIÐ.

    Þessi skeið er ætluð börnum Barbíjar, og ágæt til síns brúks, en það er 60% starf að passa að þetta helvíti týnist ekki eða endi í ryksugunni