„Ertu búinn að sjá Penívæs-myndina?“
-7 ára gestur

„Ertu búinn að sjá Penívæs-myndina?“
-7 ára gestur

Eftir að ég byrjaði að grisja auglýsingar á fb mjög grimmt stend ég mig af og til að því að vilja fela sjónvarpsauglýsingar
Telma tók þátt í skautasýningu. Settum vídeó með atriðinu á fb. Þökk sé fokkings höfundarréttarrugli er ÞÖGN í 40 sekúndur af 90 af því að það var verið að spila lag í fokkings bakgrunninum.
Lagið heldur btw áfram hinar 50 sekúndurnar…
„Hvað gerist nú?“
„Ég fæ mér mat!“
Only cool kids will understand
Bölvun ostaskeranna snýr aftur

Búinn að fá mig fullsaddann af þessari blessuðu lóu sem mætir á svæðið eins og einhver fokkings frelsari á hverju einasta vori, en er svo endalaust með einhverjar pillur um að ég sofi of mikið og vinni ekki hót
Stelpurnar voru að horfa á myndbandið fyrir B.O.B.A.
Telma: „Er hann með freknur?“
Sandra: „Hann er rauðhærður!“
Telma: *kinkar kolli. bendir á Króla* „Allir sem eru með svona hár eru rauðhærðir“
Hef orðið fyrir miklum og sárum vonbrigðum með Hvolpasveit undanfarið. Viku eftir viku koma þættir um drauga, dreka, geimverur og nú einhverja fokkings hafhvolpa?
Þessir þættir eru gersamlega að missa öll tengsl við raunveruleikann!
Það er fátt sem kemur mér í eins mikið stuð og þegar lið Úmísúmí syngur „Allir að hrista sig!“
Ungur maður uppgötvar að grimmd heimsins á sér engin takmörk.
Öskurgrátandi því enginn vill fara með honum út að hjóla kl. 7.38 á laugardagsmorgni.

Á ferð um Hvalfjörð benti dóttir mín á hús í niðurníðslu: „Þetta er draugahús!“
*djúpt hugsi*
„Ef maður fer inn í það breytist maður í draug!“
