Þegar þú færð loksins tækifæri til að nota vígalega vasahnífinn sem þú fannst fyrir 3 árum (bara til að skera samlokur í þríhyrninga, en samt)

Þegar þú færð loksins tækifæri til að nota vígalega vasahnífinn sem þú fannst fyrir 3 árum (bara til að skera samlokur í þríhyrninga, en samt)

Var greinilega ekki alveg nógu snöggur að verða við beiðni Alberts um meira rúgbrauð


Pabbi: „Stelpur, ef þið eruð svona óþekkar slekk ég aftur á sjónvarpinu og þá þurfið þið að sitja og telja á ykkur tærnar“
Barn: „Pabbi, við vitum alveg hvað við erum með margar tær!“
Ekkert jafnast á við fegurðina í því að bruna um þjóðvegi landsins og fylgja öðrum bíl eftir langar vegalengdir — í nákvæmlega 720m fjarlægð — í fullkominni harmóníu, krúskontrolið samstillt á einhverju kosmísku leveli
Gerðum víkingabrauð niðrí fjöru í Norðurfirði
Fórum í ferð með Ferðafélagi barnanna






Pabbi: *bendir* „Sérðu, þar sem eru strompar og skorsteinar, þar er Akranes.”
Barn:
„Ég sé enga strumpa!“



