siggimus vs the cows
-
17. sep. ’18: Ég: Hringi í verktaka, bið um tilboð í viðhald, líklega > 1,5 milljón. Verktaki: Það er form á vefnum hjá mér. Ég: Fylli út form 28. nóv. ’18: Verktaki: „Þetta gæti verið mögulegt með vori eða sumri.“ 4. mar. ’21: Ég: „Takk“
-
Piparkökuhús og jólaföndur
-
Þegar skalinn dugar ekki lengur: Gul viðvörun, appelsínugul, rauð, og…
-
ALDREI AFTUR!
ifil bbúlgroz!
-
Fyrir ketti
„Þú veist að þetta er fyrir ketti?“ sagði afgreiðslustúlkan við fólkið fyrir framan mig í röðinni í Krónunni Ég reyndi að flissa ekki
-
Aðeins of mikið
Hverjar eru líkurnar á að ég hafi óvart tekið aðeins of mikið af sýru?
-
Pabbi: „Sjáið stelpur hvað tunglið er stórt og fallegt, beint yfir Snæfellsjökli!“ Sandra: „Hvað er Snæfellsjökull margar Hallgrímskirkjur?“ P: „Veit ekki“ S: „En Everest?“ P, sem var á málabraut: „Ööööö, meira en hundrað!“ S: „Telma! Everest er meira en hundrað Hallgrímskirkjur!“ T *skilur ekkert* : „Everest er hundur!“
-
Hestur
Í bíltúr barst talið að fjöllum og nöfnum á þeim. Telma: „Ég veit hvað væri hægt að kalla brúnt fjall“ Pabbi: „Já? Hvað?“ T: „Hestur!“ P: „Eru allir hestar brúnir?“ T: „Já“ P: „Aaalveg allir?“ Sandra: „Ekki Diskó“ T: „Ekki heldur Móa“ P: „En allir hinir?“ T: „Ööööö … já?“ P: „En veistu, það er…
-
Ég hef tvisvar fengið tilkynningu um andlát náins ættingja í gegnum síma: afi hringdi vegna ömmu og systir mín þegar mamma dó. Var að fatta núna — 20 árum / 5 árum síðar — að í bæði skiptin kvaddi ég með „Takk fyrir að láta vita“
-
Gleymdi að það væri dótadagur á leikskólanum hjá pjakknum í dag Nú veit ég hvernig kúk líður
-
Skínasta stjarnan
„Sérðu allar stjörnurnar pabbi!“ sagði Telma uppnumin og horfði beint upp í himininn. „Hver er skínasta stjarnan?“ Við vorum sammála um að Venus hefði verið „skínasta“ stjarnan á himninum í morgun, og þess vegna væri hún óskastjarnan í dag. Stelpurnar horfðu á Venus og óskuðu sér í hljóði.
-
Stutt
Mjög stutt