siggimus vs the cows
-
Í spássitúr
-
Bananar
Kaupi einn banana: Étinn innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“ Kaupi tvo banana: Étnir innan fimm mínútna frá því ég kem heim úr búðinni. 10 mínútur: „Meiri banana!“ Kaupi þrjá banana: Liggja ósnertir í þúsund ár.
-
Five years
Cowboy Junkies með hreint ágæta útgáfu af Five Years hans Bowie Ekki að hans útgáfur hafi verið neitt slor
-
Tengdapabbi skilur ekki nema stakt orð í íslensku, en ef hann skildi meira myndi hann líkast til stynja yfir kveinstöfum Jóns Baldvins og klaustursdóna og segja raunalega: „Þarna misstu þeir af frábæru tækifæri til að þegja!“
-
Telja upp’í sófa
Feluleikur Barn öskrar leiðbeiningar: „Það verður að telja upp’í sófa!“ Pabbi, kankvís: „Hvernig telur þú upp í sófa? Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sófi?“ Pabbi: *veltist um af hlátri*
-
Oft hefur mig langað í kú, en aldrei eins og núna
-
Febrúarlög
Telma: „Pabbi megum við hlusta á jólalög?“ Pabbi: „Jólalög?! En það er kominn febrúar!“ T: „ … megum við þá hlusta á febrúarlög?“ Ps: Ef börnin mín spyrja, þá er Gling-Gló febrúarlög
-
Eina mynd
„Pabbi, lánaðu mér símann þinn, ég þarf að taka eina mynd!“
-
Risaeðla
-
Skuggamynd
-
-
Tækifæri
Ég veit! Hvað segirðu um að nota tækifærið í ellefu gráðu frosti og fara með ótrúlega rúmgóðan en samt troðsmekkfullan bíl af rusli í Sorpu í dag?