siggimus vs the cows
-
Forráðamenn MS og SS: Ég: „Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvers vegna ég boðaði ykkur á minn fund, en þannig er mál með vexti að ég sé frábær tækifæri í sameiningu fyrirtækjanna, ekki síst í nýjungar í pylsugerð“ *sýnir skilti sem á stendur: „Emmessessess Skyrbjúgu!“
-
Sprek!
Nýja uppáhalds lagið mitt: Sprek, sprek, sprek, sprek! Sprek, sprek, sprek, sprek! Sprek, sprek, sprek, sprek! Spreki spreki sprek sprek! Hæ Sámur Sandra (átta ára) kveikti á nýjasta þættinum af Hæ Sámur áðan og horfði svo bara á mig til að sjá viðbrögðin
-
Draumur
Þegar borgarstjórinn hættir tekst honum vonandi að láta gamlan draum rætast og opna bar. Ég veit um nokkra sem yrðu fastagestir á Dagskrá
-
Roar
Klukkan er 08:09. Ég hef nú setið í klukkutíma og vonast til þess að þetta sé síðasta skiptið sem dóttir mín hlustar á Katy Perry – Roar
-
Náttúrulífsmyndir
Ljón veiðir gasellu: Ó nei, hjarta mitt springur! Getur ekki einhver bjargað vesalings dýrinu?! Hvalur á stærð við strætisvagn gúffar í sig 100kg af síld í einum munnbita: Vá hvað þetta er falleg sjón!
-
Ekki draugur, uppskera
Albert: „Epli! Hæ Sámur!“ Pabbi: *Gefur epli og velur þátt af Hæ Sám af handahófi í Sarpinum* A, tæpra þriggja vetra, áður en þátturinn svo mikið sem byrjar: „Nei, ekki daugur! Uppgera!“ P: „Afsakaðu ungi maður! Auðvitað langar þig frekar að horfa á þáttinn um uppskeruna en þáttinn um drauginn“
-
Sorpa
Taka börnin með í Sorpu, kostir og gallar. ? Þau læra að allri þessari neyslu fylgja neikvæðar hliðar, þau taka þátt í heimilisstörfum. ? „Pabbi, af hverju eru myndirnar sem ég var að teikna í gámnum? Ég var ekki búin að henda þeim?!?“
-
Nei
„Eigum við að fara í svona leik þar sem má bara segja nei?“ „Nei“
-
Rannsóknir
Hafa verið gerðar rannsóknir á tíðni slysa af völdum snúruinndragara á ryksugum?
-
Þegar þú átt cheap ass, latan og almennt bara ömurlegan pabba sem samþykkti loksins að hafa hamborgara, en fannst í lagi að bjóða upp á þetta sem franskar
-
Æi
Barn: „Er hægt að heita Æi?“ Pabbi: „Neeee, en það er hægt að heita Ægir, sem er næstum það sama“
-
Krabbameinið
Stelpurnar voru að rífast og tuskast smá á. Sandra klípur Telmu. Telma, við Söndru: „Þú ert krabbameinið!“ Pabbi: „Ha!?!“ T: „Já, svona lítill maður sem klípur!“ P: „Ha?“ T: „Já, svona lítill kall sem er eiginlega eins og krabbi og hann klípur mann! Krabbamennið!“