siggimus vs the cows

  • Þvottavél

    Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp. Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja…

  • Heitt

    Telma: „Úff hvað mér er heitt! Ég er alveg að svitna!“ *fimm mínútur líða* T, úr eldhúsinu: „Pabbi, við þurfum að kaupa stærri frysti!“ P: „Af hve … NEEEEEI, EKKI FARA INN Í FRYSTISKÁPINN!“

  • Framtíðin

    Rifjast upp fyrir mér að fyrir 20 árum steig ég skrefið inn í framtíðina og færði mín bankaviðskipti öll [ehem] í Netbankann – nb.is.

  • Vandamál

    Eiginkonan vill meina að ég eigi við vandamál að stríða

  • 17 sinnum

    Heilsufarsskoðun í vinnunni í dag, sem þýðir að ég er 17 sinnum lengur en venjulega að aflæsa símanum

  • D-vítamín

    Ég: Skil ekki alveg hvernig ég gat endað með alvarlegan d-vítamínskort þegar ég er bara frekar duglegur að taka lýsi ? Líka ég: Ó

  • Of stórt

    Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxvi Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxv oldmanontheinternet.gif

  • Hjólatúr

    Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)

  • Emil

    Tvennt sem ég var búinn að gleyma frá því ég las Emil í Kattholti sem barn:

  • Veður

    Í veðurfréttum er þetta helst: Firefox

  • Blár dagur

    Blár dagur. Pabbi talar um af hverju allir eru að klæða sig í eitthvað blátt. Dóttir: „Hvað er einhverfa?“ Pabbi: *Reynir að útskýra einhverfu* P: „Manstu eftir Palla? Hann er einhverfur!“ D: „Er Palli alltaf í bláum fötum?“

  • Sjáðu

    Barn: *horfir á einhverja þrautleiðinlega bíómynd* „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ Pabbi: *horfir* B: „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ P: *horfir* B: „Sjáðu!“ P: *blikkar* B: „PABBI! HORFÐU ALLAN TÍMANN!“