Búinn að stela bíl og reynir að brjótast út úr prísundinni

Búinn að stela bíl og reynir að brjótast út úr prísundinni

Þegar við keyptum Jörfagrundina 2014 var Ance í útlöndum og ég með umboð.
Þegar ég fór í bankann til að skrifa undir lánsumsóknina, þurfti ég að skrifa í hvern einasta fokkings reit á hverju einasta fokkings eintaki:
Sigurður Þór Jóhannesson
e.u. Sigurður Þór Jóhannesson
Tók mér smá pásu þegar ég var við það að fá krampa, og rak augun í innsláttarvillu á samningnum.
Þurfti að koma aftur nokkrum dögum síðar og endurtaka leikinn.
Þegar við keyptum Esjugrundina 2018 var þetta allt rafrænt. Gat gert þetta á nærbuxunum, sitjandi í sófanum heima

Það er ekki eins gaman og ég hélt að eyða sumrinu á pallinum

Jájá, sendum stelpurnar á reiðnámskeið! Hvað er það versta sem getur gerst?

Heyrt í vegasjoppu: „Ég ætla að fá fjórar pylsur, allar með steiktum lauk“
Albert, þriggja ára borgarbarn er í sveitinni
Pabbi: „Ekki meiða lömbin! Bara strjúka þeim og klappa!“
Albert: *klappar saman lófunum*
Þegar barnið eipsjittar af því osturinn rifnaði en þú nærð að redda málunum með því að „púsla“

Auðvitað át hann samt ekki nema tvo bita…
Albert fær ís í sveitinni og borðar með bestu lyst.
Hleypur svo út til að láta vita: „Hundur! Ég var að borða ísinn!“
Keyrði fram hjá stráknum með hjólbörurnar uppi á Steingrímsfjarðarheiði og finnst ég næstum vera frægur
„Jájá, auðvitað má Albert leika sér í bílnum! Hvað er það versta sem gæti gerst?“

Allt er nú til!
Jarðarber á Íslandi!
En nú kemur stóra áskorunin: Að skipta berinu í fimm jafn stóra bita svo allir fái smakk

Ööö, á meðan við reyndum að búa til reikniformúlu leystist vandamálið af sjálfu sér 🙁
