Category: social
-
HHhH
Mögnuð bók um atvik í seinni heimsstyrjöldinni, tilræði við líf nasistans Reinhard Heydrich. Skemmtilega sett fram, höfundurinn endalaust með efasemdir um að hann sé að gera þetta nógu vel
-
Beiðni
Albert lagði fram formlega beiðni um meiri skjátíma
-
Þegar þú hellir smá mjólk í glas, hristir glasið aðeins svo það líti út fyrir að hafa verið meiri mjólk í glasinu, sýpur aðeins af þó þú drekkir aldrei mjólk og passar að það komi risastórt varafar, hellir svo restinni af mjólkinni í vaskinn, setur glasið í glugga við hlið skós, ferð að sofa, vaknar,…
-
Tré
-
Skrýtið
Albert: „Ef það er einn strákur og tvær stelpur að leika—skrýtið. En ef það eru tveir strákar og ein stelpa—ekki skrýtið!“ Pabbi: „Haaaa? Af hverju?“ A: „Only eight year olds understand“
-
Að sjálfsögðu!
Ance: „Ertu búinn að sækja vegabréfið hennar Telmu?“ Ég: „Ööö…“ A: „Ertu búinn að setja reminder?“ *30 sekúndur líða* É: *móður* „Að sjálfsögðu!“
-
Minning
Stend í biðröð í kjörbúð um miðjan dag, með brauð, kæfu og skyr. Maðurinn fyrir framan mig snýr sér við, dæsir hátt „sona er að vera róni!“ og nikkar í átt að 8 flöskum af kardimommudropum í fangi sér. Ég reyni að flissa ekki og samsinni því Róni hristir hausinn og bætir við yfir öxlina…
-
Í grasinu
-
Brauð
Það á að gefa börnum brauð en ekki sprengja þau í tætlur! Morðingjarnir – Þjóðarmorð
-
Ókeypis
Þökk sé Outlook get ég nú loksins merkt við að ég verði Ókeypis í fríinu
-
Lemur
Pabbi: „Blablabla … en það lemur í Kjós!“ Sandra: „Þú varst alltaf að segja þetta þegar ég var lítil og ég hélt alltaf að þú værir að segja lemúr í Kjós! Og ég vissi ekki hvað lemúr er, hélt það væri eitthvað stórt dýr…“
-
Engin pása
Ég sat og aðstoðaði dóttur mína—sem er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi—við heimanám Albert kemur til mín með tár á hvarmi og knúsar mig innilega Pabbi: „Hvað er að?“ Albert: „Ég er svo leiður að þú fékkst enga pásu“ Pabbi: „Pásu?“ A: „Fyrst var ég óþekkur smákrakki og einmitt þegar ég hætti því varð…