„Húgó! Nei, Albert! Nei þú!“
Þegar þú kemst óvart að því hvar þú ert í skammi-goggunarröðinni hjá eiginkonunni

Albert: „Heldurðu að þetta líf sé í alvörunni?“
Pabbi: „Líf? Hvaða líf?“
A: „Lífið þitt. Sem þú lifir“
P: „Ööööö, já ég vona það. En þitt líf, er það í alvörunni?“
A: „Ég veit ekki, kannski er ég að dreyma“
A: ?? „Eða nei, ég tala aldrei þegar ég er að dreyma“

Albert á klósettinu
Pabbi: „Ertu að pissa eða kúka?“
Albert: *beygir sig niður og tékkar* „Sé ekki!“

Albert: „Pabbi, getum við í kvöld … fundið eldflaug og farið út í geim?“
Pabbi: *búinn að lofa sjálfum sér að vera jákvæður í sumarfríinu* „Ööö, já við skulum reyna að finna geimflaug í kvöld“

A: „Hefur þú farið út í geim?“
P: „Nei, ég hef aldrei farið“
A: „Ekki ég heldur. En hvaða leið á maður að fara?“ ?
P: *yppir öxlum* „Upp?“
A: „Prófaðu að spyrja gúggul“

Albert: „Pabbi, ég veit að little þýðir lítill, en hvað þýðir small?“
Pabbi: „Það þýðir líka lítill. Stundum geta tvö orð þýtt sama hlutinn“
A: ? „Svona eins og já og jebbsí pepsí?“

Albert kominn upp í rúm og reynir að sofna.
Ró í 8 mín, svo: „Pabbi manstu þegar þú komst að sækja mig á leikskólann og ég var bara í peysu og nennti ekki að renna upp og þú sagðir „Það borgar sig að fara í úlpu“ og ég sagði „Borgar?! Borgar peninga?!?““

Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“

Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“

Á erfitt með að halda mér vakandi enda klukkan langt gengin í ellefu á sunnudagskvöldi eftir villta helgi þar sem ég vakti fram á miðnætti að horfa á maraþon

Fyrir mjöööög mörgum árum bjó ég í Lettlandi í nokkra mánuði

M.a. bjó ég í hverfi sem heitir P?avnieki, í stórri blokk sem er sirkabát nákvæmlega eins og næstu 20 blokkir. Ég var á 7. hæð, svo það var ekki gaman þegar lyftan bilaði.

Þá sjaldan lyftan virkaði var bara hægt að ýta á einn hnapp í einu. Ef ég kom inn í lyftuna og ýtti á sjö, en svo kom einhver á eftir mér sem vildi fara á þriðju hæð, þurfti viðkomandi að gjöra svo vel að koma með mér upp á 7 og ýta þar á 3 eftir að ég var kominn út

Þegar lyftan bilaði var bara að prísa sig sælan að þú hafir ekki verið inni í lyftunni þegar það gerðist og kjaga upp

Ég kom nokkrum árum seinna í húsið og náði þessari mynd í lyftunni

Lyfta í P?avnieki

Albert: „Viltu koma út á leikvöllinn?“
Pabbi: …
A: „Viltu koma út á leikvöllinn, já eða nei?“
P: „Nei, ekki núna“
A: ??
A: „Viltu koma út á leikvöllinn, já eða já?“

Albert athafnar sig á koppnum
Pabbi „Hvernig gengur?“
A: „Ég heiti ekki hvernig gengur! Ég heiti Albert!“

Albert athafnar sig á koppnum
Pabbi: „Hvernig gengur?“
Albert: „Ég heiti ekki hvernig gengur! Ég heiti Albert!“